<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 09, 2006
Á haus.....
ég! Ekki á-haus-mikið-að-gera (ó nei alls ekki) heldur stóð ég jafnvægislausi hræðslupúkinn á haus í jógatíma gærdagsins! Reyndar með dyggri aðstoð kennarans en djöfull var þetta gaman. Svo gaman að ég varð bara að prófa aftur þegar heim var komið....og nú er ég búin að haltra um í allan dag eins og gömul kona. Skaddað hné. Mun ekki þora að æfa mig heima eins og við áttum að gera af ótta við að eyðileggja einhverja aðra líkamshluta. Annars gengur jógað ágætlega. Stellingin sem ég er best í heitir Líkið....algjör slökun. Þarf aldrei að leiðrétta mig þar. Öfugt við allar hinar stellingarnar. Solla stirða get jealous! Hrafninn gerir mig pirraða af því að hann get ég ómögulega gert....ég meina er eðlilegt að geta staðið á höndum með hnéin upp á olnbogunum? Já ég bara spyr.

Om shanti
fís

febrúar 03, 2006
Það er svo kalt í París
að hundaskíturinn sem er út um allar gangstéttir og götur er frosinn. Líka hlandtaumarnir sem maður valhoppar yfir á morgnana á leiðinni í metro. Hér eru menn ófeimnir við að skvetta úr skinnsokknum á almannafæri, ó já. París, rómantísk borg?! Ég veit það svei mér þá ekki....en frá því að ég bloggaði síðast hef ég
...verið með meira og minna ískaldar tær, fingur og rasskinnar
...glaðst yfir því að hún Þórhildur mín skuli vera orðin mamma :)
...gengið um í þröngum dimmum neðjanjarðargöngum innan um milljónir, já milljónir, beina og hauskúpa af löngu liðnum Parísarbúum
...fengið netta innilokunarkennd og orðið pínu hrædd (í áðurnefndum neðanjarðargöngum)
...orðið fyrir hlægilegri viðreynslu um hábjartan dag þar sem ég stóð í röð til að kaupa mér pönnuköku
...djammað á reykmettaðasta stað sem ég hef nokkru sinni komið inn á....Ölstofasmölstofa!
...farið á skauta í Eiffelturninum og haft gaman af! (olli hvorki slysum á sjálfri mér né öðrum)
...eytt drjúgum tíma í að skoða uppskriftarbækur
...borðað ó svo unaðslega berjaböku, mmmm....
Og það sem framundan er
...skrall með ofurhressum íslenskum stelpum sem eru erasmus nemar hér....tónleikar með Trabant, Ampop og fleirum í kvöld, soirée islandaise, þar verður væntanlega mikill hressleiki....
...ráfa um í einu af mínum uppáhaldshverfum, le Marais, og borða þar besta falafelið í bænum
...fara svo og drekka afbragðsgott heitt súkkulaði í æðislegri súkkulaðibúð
...elda lambakjöt
...tveggja vikna skólafrí
...???

fís