<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 04, 2006
hæ hó allar saman og gleðilegt nýtt ár. Nú er ég öðru sinni búin að senda út saumóskipulag fyrir 2006, vona að allar hafi fengið það. Nú er mín flutt inn í gestaherbergi og Gummi sér um Védísi á næturnar (tilraun til að fá hana til að sofa). Ég svaf eins og ungabarn þar síðustu nótt, hef ekki sofið heila nótt frá því Védís Gróa fæddist. En síðustu nótt lá mín bara andvaka......frekar súrt og svo fór Jón Arnór að taka upp á því að vakna þegar mín var að festa svefn....ennþá súrara. Svo ég er ekki búin að vera spræk í dag en þetta kemur vonandi. Verst er að maður fer að reyna að finna sér eitthvað að gera þegar maður er andvaka og ég fann upp á því að níðast á fílapensli í andlitinu á mér sem var svo ekki neitt. Í dag er ég svo með kýli á við eiffelturnin....svaka smart. Jæja vonandi heyri ég í ykkur sem fyrst, er að ljúka við að setja nýjar myndir inn á heimasíður barnanna frá því um jólin, bæjó
Hildur Kristín (ofurmamma my ass)