<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 31, 2006
Ég er farin að skokka, stunda jóga og drekka grænt te.....hvað er að ske?!

fís

janúar 20, 2006
Louis Vuitton
rekur gríðarstóra og glæsilega verslun á Champs Elysées. Höfuðstöðvarnar. Þangað gekk ég inn núna um daginn með hjartað í buxunum og keypti LV seðlaveski fyrir tæpar 40.000 kr. Já þið lásuð rétt, fjörutíu þúsundkalla. Ég er ekki gengin af göflunum. Eða jú kannski. Þetta var svo undarlegt. Ég var að rölta á Champs Elysées þegar tvær kínverskar konur komu askvaðandi að mér og spurðu hvort ég talaði ensku. Svar: já. Þá kom mikill orðaflaumur.....LuisVuittonLuisVuitton. Hélt þær væru að spyrja mig til vegar en sú var ekki raunin heldur vildi önnur kvennanna að ég færi í verslunina og keypti fyrir hana seðlaveski sem hún sýndi mér mynd af. Hún var nefnilega þegar búin versla kvótann sinn en samkvæmt reglum LV þá má hver kúnni aðeins kaupa eina vöru. Furðulegt. Ég, ávallt frekar tortryggin, hélt að þetta væri kannski fjandans falin myndavél. Og ekki dró það úr grunsemdum mínum þegar daman seildist ofan í töskuna sína og afhenti mér bunka af seðlum. Mér varð svo mikið um að ég stóð bara með peningana í hendinni og glápti á hana. Var hún brjáluð? Hún þekkti mig EKKI neitt. Ég hefði auðveldlega geta stungið af. Við vorum svona tæpar 10 mín frá versluninni og þær komu ekki einu sinni með mér. Ætluðu að hitta mig einhvers staðar fyrir utan búðina þegar ég væri búin að versla. Þannig að það hefði verið auðveldast í heimi að láta sig hverfa. En nei, Ásdís fór inn. Dyravörður, kristalljósakrónur, klassísk tónlist og snobbað afgreiðslufólk með yfirlætissvip á vel snyrtum andlitunum. Það má segja að ég, klædd strigaskóm og snjáðum gallabuxum með kaskeiti á kollinum og upplitaða H&M tuðru á öxlinni, hafi ekki alveg verið í sama klassa og hinir viðskiptavinirnir. Hóst hóst. En seðlaveskið keypti ég og við kaupin þurfti að gefa upp þjóðerni, heimilsfang og símanúmer og guð má vita hvað. Hvarflaði örsnöggt að mér að kannski væru seðlarnir falsaðir og þá gæti ég lent í vandræðum. Vænisjúk? Já líklega. Finnst bara svo ótrúlegt að einhver láti bláókunnuga manneskju hafa svona mikla peninga til að kaupa fyrir sig seðlaveski. Og LV vörurnar eru ekki einu sinni flottar!! Margt skrýtið í henni París, ó já.

Fís

janúar 04, 2006
hæ hó allar saman og gleðilegt nýtt ár. Nú er ég öðru sinni búin að senda út saumóskipulag fyrir 2006, vona að allar hafi fengið það. Nú er mín flutt inn í gestaherbergi og Gummi sér um Védísi á næturnar (tilraun til að fá hana til að sofa). Ég svaf eins og ungabarn þar síðustu nótt, hef ekki sofið heila nótt frá því Védís Gróa fæddist. En síðustu nótt lá mín bara andvaka......frekar súrt og svo fór Jón Arnór að taka upp á því að vakna þegar mín var að festa svefn....ennþá súrara. Svo ég er ekki búin að vera spræk í dag en þetta kemur vonandi. Verst er að maður fer að reyna að finna sér eitthvað að gera þegar maður er andvaka og ég fann upp á því að níðast á fílapensli í andlitinu á mér sem var svo ekki neitt. Í dag er ég svo með kýli á við eiffelturnin....svaka smart. Jæja vonandi heyri ég í ykkur sem fyrst, er að ljúka við að setja nýjar myndir inn á heimasíður barnanna frá því um jólin, bæjó
Hildur Kristín (ofurmamma my ass)

Komassooo...

Jæja, nú er póstlistinn farinn af stað og spakleg orð byrjuð að falla.

Skrá sig stelpur, sendið mér e-mail: sigursigur@gmail.com

SS.