<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 30, 2005
og núna pissa ég bara kampavíni....
Ég skrapp ásamt tveimur vinkonum úr vinnunni til London sl. helgi. Ferðin var löngu plönuð. Markmið ferðarinnar var að hafa það bara rosalega gott, borða góðan mat, drekka góð vín og já...versla. Við lentum í London á fimmtudagskvöldið og fórum beint út að borða á mjög góðum indverskum veitingastað.
Á föstudeginum áttum við pantað borð í hádeginu á kampavínsbarnum í hæsta húsi London (Vertigo 42 http://www.vertigo42.co.uk/ þeir sem hafa áhuga á að kíkja þangað þurfa að panta með fyrirvara, farið með underground á Liverpool street og finnið stærsta húsið þar nálægt ca. 5-10 mín frá lestarstöðinni). Kampavínsbarinn stóðst allar væntingar. Sátum í Svaninum (í andyrinum voru bara Bacelonastólar og í setustofunni bara "eggið"), drukkum kampavín og borðuðum súkkulaðiköku. Hljómar geðveikt grand en var bara á Vegamótaverði (sem er nú stundum manns annað heimili). Þetta er barinn sem aðalsöguhetjurnar úr "fótboltaeiginkonunum" fara á. Sem sagt allir á Vertico 42. Þaðan fórum við svo í Harrods og skoðuðum allar ógeðslega flottu og viðbjóðslega dýru töskurnar (afsakið orðbragðið) og ég lét mig dreyma um þær.... Þaðan var svo ferðinni heitið í búðina hennar Hóffýar Burberry, þar sem ég boraði bara í nefið en hún verslaði. Um kvöldið fór svo hluti hópsins í óperu en ég fór og hitti Elise og Asleight vinkonur okkar Ásdísar frá Ástralíu. Það var mjög gott og gaman að hitta þær aftur.
Á laugardeginum var svo haldið áfram að versla og um kvöldið fórum við í leikhús á söngleikinn the producer. Alveg rosalega skemmtilegur söngleikur. Í hléi fengum við okkur að sjálfsögðu kampavín. Úr leikhúsinu fórum við svo á veitingastaðin Asia de Cuba. Það var bara geðveikt....GEÐVEIKT. Geggjaður matur, æðislegir kokteilar, góð þjónusta og bara allt (Asia de Cuba
St Martins Lane Hotel, 45 St Martins Lane
Tel: 00 44 207 300 5500) þið bara verðið að fara þangað!!!
Á sunnudeginum var svo rokkað, ekkert kampavín heldur bara bjór, markaðir og tónleikar með Blond redhead. Mjög töff, mjög gaman.
Mánudagur: LAST MINUTE SHOPPING!!!!!!..... og kampavín áður en haldið var heim á leið.
Stjörnugjöf ***** af 5 stjörnum mögulegum.

Annars er bara allt rosalega gott að frétta af mér. Ég ákvað að taka það að mér að reyna að koma þessum glataða saumaklúbb af stað á ný. Setja okkur á mánaðarlega rúllu. Læt hana byrja í janúar.
kisskiss
Helga