<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

maí 13, 2005
Best að ég fari að fordæmi Hildar og láti aðeins frá mér heyra...

Afsakið innilega hvað ég hef verið löt að skrifa. Það fer nú vonandi batnandi því núna eyði ég mun meiri tíma fyrir framan tölvuna.

Allt bara ágætt að frétta af mér og mínum. Fórum til Ítalíu áður en ég byrjaði að vinna aftur og eigum svo aftur pantað far þangað í lok ágúst, byrjun september og þá er litla skutlan að fara í ÞRIÐJA sinn, ekki orðin 2ja ára!!
Ef einhvern langar að kíkja í heimsókn...... ;o)

Aldís er alsæl hjá dagmömmunni, alveg hætt að væla þegar við skiljum hana þar eftir, en mamma hennar er samt eiginlega ENNÞÁ að kljást við þennan aðskilnað....úff hvað þetta er erfitt eftir að maður er búin að vera með þeim, alla daga, alltaf...

Hún brjaði að labba þegar við héldum uppá 1.árs afmælið hennar hérna heima og hún er farin að skilja alveg ótrúlega mikið, hvort sem er á ítölsku eða íslensku og babblar líka eitthvað.

Titti er búin í prófunum og á bara etir að skila einni ritgerð. Hann á þá eftir 9 vikna starfsnám í haust (LAUNALAUST!) og svo lokaritgerð og þá er þetta búið.
Hlakka MIKIÐ til ;o)

Ætlum að skella okkur á Laugarvatn núna um helgina, yndisleg svona LÖNG helgi ;o)
Ef þið eigið leið þangað þá auðvitað látið þið sjá ykkur.

Sé ykkur vonandi sem allra fyrst
Heiða