<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

mars 18, 2005
Sælinú.

Í dag var ég að taka smá tiltektarfrenzý í geymslunni í Álftamýrinni þar sem ég bjó áður. Fyllti heila 3 svarta poka af fötum fyrir Rauða krossinn. Þá rakst ég á litla minnisbók frá 3. bekk í ML þar sem ég hafði skrifað stuttar glefsur um það sem gerðist markvert.

5. september: Guðlaug Helga skiptinemi í tíma hjá Einari Sjúl.

7. september: Gjáin er kráin!

8. september: Busaball og busun. Ég busaði Jónínu í fyrsta (auðvitað) bekk. Svo stakk ég mér á botninn í sundlauginni.

22. september: Náttfataball!!! Pizza á Selfossi. Bíllinn hennar Evu bilaði í miðju Grímsnesi og við stóðum hjálparlausar úti á vegi í skítakulda á náttfötunum þangað til Bjarni busapabbi hjálpaði okkur. Þess má svo geta að 3. bekkjar gellurnar mættu allar á náttfötum í skólann og í KÁ á Selfossi.

7. október: Bryndís fer til USA til síns heittelskaða John Inge.

8. október: Dagbjört flytur inn í herbergi 89 á Kösinni.

10. október: Göngudagur. Gengið á Búrfell í Grímsnesi í frábæru veðri. Svo var farið á Þingvelli þar sem Pálmi messaði á Lögbergi.

12. október: Rocky Horror ferð!!!

13. október: Íþróttakeppni á móti FSu. ML vann auðvitað.

18. október: Stelpurnar settu vekjaraklukku í loftræstiopið hjá Helgu og Þórhildi. Það vakti auðvitað mikla lukku.

28. október: Tónleikar með kórnum í Langholtskirkju og Carmina Burana um kvöldið. Frábær dagur.

1. nóvember: Kvöldvaka, úrtaka í skemmtiatriðum. I will follow him + Viggi, Skúli, Elvar og Egill.

6. nóvember: Sundúrtaka fyrir Akureyri. Baksund: Hafsteinn. Bringa: Þóra. Flug: Stebbi Dabbi. Skrið: Sigurbjörg.

7. nóvember: Söngsalur, að sögn kennara vegna þess að 4.M átti að fara í frönskupróf.

11.-12. nóvember: Halló Akureyri!!! Ég keppti í sundi, ja schwimmen. Og svo túruðum við með I will follow him. Sigurbjörg, Helga, Hildur, Lilja Dögg, Rakel, Guðlaug Helga, Berglind og Hreiðar Ingi. Skemmtum okkur á 1929 og sungum á Café Olsen. Fannar höslaði Emilíu Ástu og Vignir Smjörið. Fanney höslaði Stebba Dabba.

13. nóvember: "Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman" (Pálmi Sig. um Vigni).

18.-19. nóvember: Skálholtshelgi hjá kórnum. Geðveikt stuð.

21. nóvember: Iða höslaði Eyjó og Pálmi fékk sobba. (Svo kemur klámvísa sem ekki er eftir hafandi.) Listakvöld, sungum Chapel of love og svo auðvitað líka með kórnum.

22. nóvember: Íþróttadagur. ML tapaði fyrir ÍKÍ. Við hefðum unnið sundið ef Bryndís gæra (í ÍKÍ) hefði ekki ákveðið að vera með.

24. nóvember: Rokkball með Hljómsveit Íslands og Skítamóral. Höslball, par kvöldsins var Gulli Rauðhetta og Barbara Bytta. Jón Snæ lenti í Klípu. Iða höslaði Steinar. Bjöggi + Hrefna + Kristrún. Lalli Boy + Óðinn K. Æsa + Þráinn. Stebbi Magg + Yngvi Páll, 7 sobbar!!! Héðinn og Kolla í 1. bekk.

25. nóvember: Stelpurnar fóru á Inghól. Iða slapp með naumindum frá Helga í Haga sem reyndi að tæla hana með Ritzkexi og ostum.

26. nóvember: Héðinn og Hildur á sunnó. Héðinn skar sig í gufu. Íris fór í sleik við 2 stráka í einu og káfaði á einni dauðri stelpu. Tannburstinn hennar Iðu var klipptur og við settum raksápu á tannbursta strákanna.

27. nóvember: Í dag er kórferð í FB, jibbí! A Hymn to the Virgin ofl. Djöfull er kórstjórinn í FB leiðinleg. Fórum svo í Langholtskirkju.

28. nóvember: Schmäg, Gósi, Goggi og Skúli héldu flugeldasýningu í sturtuklefunum þar sem Bjarki Steinn og Hilmar voru í sturtu. Brunabjallan fór í gang og alles.

29. nóvember: Bryndís komin heim frá útlandinu og búin að fylla okkur af M&M kúlum. Svo núna sofum við þrjár, ég, Bryndís og Dagbjört í herb. 89.

30. nóvember: Síðasti skóladagurinn þennan veturinn. Going home to get bored. Ég afrekaði að fá 3 fjarvistir og 1 seint svona síðasta daginn. Spilaði Trivial við Guðjón, Örvar og Lilju Dögg.

1. desember: Fullveldisdagurinn, frí í skólanum. Pálmi pabbi Helgu fimmtugur. Ég hékk á vistinn og truflaði stelpurnar sem voru að reyna að læra undir stærðfræðipróf. Svo tókum ég, Dagbjört og Iða góða kjaftatörn úti í skóla og Bryndís fræddi okkur um að meðallengdin á strákum er 15 cm.

2. desember: Aðventutónleikar í Skálholti. Þeir tókust nú furðu vel og FB skemmdi þetta sem betur fer ekki. Flott útvarpsupptaka og allt.

Gaman að þessu.
Með kveðju, Sigurbjörg.