<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 04, 2005
PHI
Ég er að lesa Da Vinci lykilinn og er, eins og flestir sem hafa lesið þessa bók, orðin gagntekin. Skemmtileg bók og spennandi. Verst að ég skildi taka mig til að lesa hana þegar ég á einmitt að vera að lesa undir ACLS námskeiðið sem ég er að fara á í næstu viku (sérhæft endurlífgunarnámskeið ,stuð,stuð,stuð). Allavegana áfram með da vinci, dulmálslykla og anagröm. Hafið þið einhverntímann heyrt um töluna PHI? Sem á að vera fegurst allra talna? Hafið þið reynt að mæla hæð ykkar frá nafla og niður og deila í hæð ykkar? Fenguð þið út töluna 1,618?.....I must try it... 173/103 = 1,67961165 hmmmm ekki alveg 1,618 en nálægt því þó, notaði tommustokk til að mæla hæðina upp að nafla og svo hæðina í passanum mínum semsagt alls ekki mjög nákvæmt. Merkileg þessi tala PHI....miklu merkilegri en PI sem maður eyddi hálfri stærðfræðiævi sinni í að nota. Djíses hvað ég er mikið nörd á föstudagskvöldi ;)

Helga