<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 09, 2005
ó, ég á svo bágt....
.....því ég er veik :( Ég er búin að vera e-ð kvefuð og með slen í einhverja daga. Ekki svo mikið veik til að sleppa úr vinnu en nógu veik til að vera drusluleg. Ég vaknaði í dag við hóstann í sjálfri mér og takverk aftan í baki. Takverkur hljómar nú aldrei vel svo ég gerði mér ferð upp á læknavakt til að láta kíkja á mig. Hélt að ég hefði bara hóstað svona mikið og væri komin með harðsperrur. Nei, nei, það brakar bara í mér og sullar í lungununum og ég er komin með lungnabólgu. Ég má ekki fara út úr húsi í viku og má ekki mæta í vinnuna og svo verð ég að taka risaskammta af penicillini. Það versta er að mér finnst ég ekki vera neitt veik, ég er skelfilega leiðinlegur sjúklingur en ætla mér að vera meðferðaheldin.

Helga