<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 28, 2004
Hörmungar í Asíu
Hvað ætli hafi orðið um gamla manninn með stóru gleraugun sem hýsti okkur Ásdísi á Ko Phi Phi eða sjómanninn sem sigldi með okkur þangað sem The Beach var tekin upp og snorklaði með okkur, hann siglir með ferðamenn á daginn og er sjómaður á kvöldinn....... þetta er svo sorglegt.

Frá því síðast hefur margt gerst. Við Álfheiður héldum smá party fyrir jólaball Miljónamæringanna á Hótel sögu. Í partýinu kom ýmislegt í ljós. Hildur er kona eigi einsömul og Ólína er komin með hring, jahérnahér hlutirnir gerast hratt. Á balli var mjög gaman, ég hefði vilja dansa meira en sökum 8 cm hárra pinnahæla þá gat ég það því miður ekki. Þar af leiðandi sat ég vel og lengi og kynntist mörgu skemmtilegu fólki ;)
Sökum veðurs ákvað ég að halda mér bara í Reykjavík í gær, við Ásdís kíktum á Hildi og Gumma, alltaf jafn notalegt að koma til þeirra.
læt þetta duga í bili, Þórhildur og Okezie að koma á morgun, jibbí, hlakka til að hitta þau.
Hilsen
Helga