<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 25, 2004
Gleðileg jól
Jæja, jól nr.26 eru hafin. Eins og alltaf er þetta alveg yndislegur tími. Er hægt að hafa það betra? Vera í faðmi fjölskyldunnar, borða góðan mat, opna pakka og lesa jólakort, i love it a.m.k.

Ég og Oddný Guðríður litla systir mín vorum einar með mömmu og pabba á jólunum eins og svo mörg undanfarin ár EN smá breytingar hafa orðið á högum litlu systur minnar (sem er tæpum 8 árum yngri en ég), hún á nefnilega kærasta....... gaman af því. Sem minnir mig eiginlega á jólakortaþemað til mín í ár. Þið sem ekki vitið þá sitjum við fjölskyldan alltaf saman og lesum upp úr jólakortunum til hvors annars. Ég hef nú ekki þurft að ritskoða jólakortin mín síðan einhverntíman í menntaskóla þegar maður var viðkvæmur fyrir stríðnisskotum frá vinum og vinkonum (ég er reyndar orðin skotheld þannig að ekki hafa áhyggjur). Hvað með það í ár fékk ég ófá jólakortin sem í stóð e-ð á þessa leið...."megi árið 2005 færa þér mann og gæfu"..."megi árið 2005 færa þér fullt af sénsum"..."ástarævintýri" o.s.frv. sætt ekki satt, hehehehe, foreldrar mínir spurðu mig bara hvort vinir mínir væru farnir að hafa áhyggjur fyrir mína hönd. Ég vona sjálf að árið 2005 færi mér fullt af sénsum og ástarævintýrum þau eru jú svo skemmtileg :). Svo fórum við í messu í gærkvöldi og þar hitti ég vinkonu mömmu minnar sem spurði hvort litla systir mín væri búin að stinga mér ref fyrir rass í ástarmálum, dææææs, ég er Bridget Jones á bara eftir að finna minn Darcy!!!!

Knús og kossar til ykkar allra á jóladag og takk kærlega fyrir allar jólakveðjurnar
Helga