<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

desember 29, 2004
Stelpur hugsa of mikið.......
...er klisja sem er sönn,sönn,sönn!!!!!!!!!!!!!!!! Á nýju ári ætla ég að fá mér 1.stk. karlmansgen helst sem stærstan hluta af Y-litningnum. Geninu má þó ekki fylgja aukinn hárvöxtur, adamsepli, typpi, skalli eða skegg. Svo ætla ég á nýju ári líka að fá 1.stk. don´t worry gen, hættu að vinna svona mikið-gen, hættu að eyða svona mikilum pening gen, farðu í fullt af ferðalögum gen og svo að sjálfsögðu hin klassísku og sívinsælu farðu í líkamsrækt gen, borðaðu hollan mat gen, léstu um 10 kg gen og hættu að naga neglurnar gen. Ég bíð spennt eftir því að vita hvort að ósk mín rætist.

Mætti í vinnuna í dag eftir svefnlitla nótt. Svefnleysið stafaði jú af því að ég hugsaði of mikið. Afhverju hugsaði ég svona mikið....æi af því bara, ég er stelpa.

Er á leiðinni á næturvakt. Arndís verðu laganna vörður á Slysó í nótt, ég hlakka bara til að mæta í vinnuna :).
Styttist í ármótin, ég verð að vinna á gamlárskvöld og á nýárskvöld. Ég bið ykkur ágætu vinir að vera með gleraugu á nefinu þegar þið sprengið peningana ykkar í loft upp, þið eruð öll með svo falleg augu og svo langar mig til þess að horfa á áramótaskaupið í vinnunni.....Hvað á annars að gera eftir miðnætti á gamlárskvöld? Ég bíðst ekki til þess að halda áramótaparty í anda áramótapartysins í fyrra hjá Möttu en hittingur góðra vina er alltaf skemmtilegur, ég er opin fyrir hverju sem er, getum þess vegna verið hér í "rólegheitunum" :P

Við Ásdís erum búnar að kaupa okkur far til London í lok janúar til þess að heimsækja andfætlingavini okkar þær Elise og Asleight. Stefnan hjá mér var að slá tvær flugur í einu höggi og heimsækja hana Þórhildi okkar líka en svo kom það bara í ljós að hún Tóta okkar verður bara heima þegar við skreppum út. Ég heimsæki þig til Ástralíu í staðin Þórhildur mín. By the way, velkomin heim, ég heyri í þér á morgun.
Núna kallar vinnan.
Helga

desember 28, 2004
Hörmungar í Asíu
Hvað ætli hafi orðið um gamla manninn með stóru gleraugun sem hýsti okkur Ásdísi á Ko Phi Phi eða sjómanninn sem sigldi með okkur þangað sem The Beach var tekin upp og snorklaði með okkur, hann siglir með ferðamenn á daginn og er sjómaður á kvöldinn....... þetta er svo sorglegt.

Frá því síðast hefur margt gerst. Við Álfheiður héldum smá party fyrir jólaball Miljónamæringanna á Hótel sögu. Í partýinu kom ýmislegt í ljós. Hildur er kona eigi einsömul og Ólína er komin með hring, jahérnahér hlutirnir gerast hratt. Á balli var mjög gaman, ég hefði vilja dansa meira en sökum 8 cm hárra pinnahæla þá gat ég það því miður ekki. Þar af leiðandi sat ég vel og lengi og kynntist mörgu skemmtilegu fólki ;)
Sökum veðurs ákvað ég að halda mér bara í Reykjavík í gær, við Ásdís kíktum á Hildi og Gumma, alltaf jafn notalegt að koma til þeirra.
læt þetta duga í bili, Þórhildur og Okezie að koma á morgun, jibbí, hlakka til að hitta þau.
Hilsen
Helga

desember 25, 2004
Gleðileg jól
Jæja, jól nr.26 eru hafin. Eins og alltaf er þetta alveg yndislegur tími. Er hægt að hafa það betra? Vera í faðmi fjölskyldunnar, borða góðan mat, opna pakka og lesa jólakort, i love it a.m.k.

Ég og Oddný Guðríður litla systir mín vorum einar með mömmu og pabba á jólunum eins og svo mörg undanfarin ár EN smá breytingar hafa orðið á högum litlu systur minnar (sem er tæpum 8 árum yngri en ég), hún á nefnilega kærasta....... gaman af því. Sem minnir mig eiginlega á jólakortaþemað til mín í ár. Þið sem ekki vitið þá sitjum við fjölskyldan alltaf saman og lesum upp úr jólakortunum til hvors annars. Ég hef nú ekki þurft að ritskoða jólakortin mín síðan einhverntíman í menntaskóla þegar maður var viðkvæmur fyrir stríðnisskotum frá vinum og vinkonum (ég er reyndar orðin skotheld þannig að ekki hafa áhyggjur). Hvað með það í ár fékk ég ófá jólakortin sem í stóð e-ð á þessa leið...."megi árið 2005 færa þér mann og gæfu"..."megi árið 2005 færa þér fullt af sénsum"..."ástarævintýri" o.s.frv. sætt ekki satt, hehehehe, foreldrar mínir spurðu mig bara hvort vinir mínir væru farnir að hafa áhyggjur fyrir mína hönd. Ég vona sjálf að árið 2005 færi mér fullt af sénsum og ástarævintýrum þau eru jú svo skemmtileg :). Svo fórum við í messu í gærkvöldi og þar hitti ég vinkonu mömmu minnar sem spurði hvort litla systir mín væri búin að stinga mér ref fyrir rass í ástarmálum, dææææs, ég er Bridget Jones á bara eftir að finna minn Darcy!!!!

Knús og kossar til ykkar allra á jóladag og takk kærlega fyrir allar jólakveðjurnar
Helga