<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 15, 2004
Tannlæknir
Úff ég fór loksins til tannlæknis í dag. Ég er svo heppin að ég þarf bara að mæta á tveggja ára fresti til doksa vegna þess að ég er svo rosalega dugleg að hugsa vel um tennurnar mínar (gott hér mér haha). Eitthvað hefur tannumhirðusnilld mín farið aftur síðan ég fór til tannsa síðast því hann þurfti að hreinsa í burtu fullt af tannstein. Núna skil ég afhverju fólki er illa við að fara til tannlæknis......Eftir að hann var búin að hjakkast á tönnunum mínum með silfurlitaðri tannlæknanál (og mér fannst eins og ég hlyti að koma tannlaus út frá lækninum) dró minn upp bor.....BOR!!!!! Það hefur aldrei þurft að bora í tennurnar mínar. Ég fann hvernig ég stirnaði upp og lá eins og spítukarl í tannlæknastólnum. Hljóðið í tannlæknaborum er ógeðslegt. Núna skil ég afhverju fólk er með tannlæknafóbíu ojjjjjjjj. Hvað lærði ég af þessari ferð....aldrei,aldrei,aldrei aftur vera löt að nota tannþráð. Tannþráður einu sinni á dag kemur tönnunum í lag og maður þar ekki að heyra þetta ógeðslega borhljóð brrrrrrrrrrrrrrr brrrrrrrrrr brrrrrrrrr.
Tannþráður lengi lifi hipphipphúrrei
Helga