<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 19, 2004
Halló elskurnar

Þá er fríið búið. Ameríka var frábær fyrir utan alla öryggisgæsluna á flugvöllunum. Við tókum 6 flug allt í allt og ég var gaumgæfilega skoðuð tvisvar með tilheyrandi þukli. Sýndist kerlingin njóta þess heldur mikið í seinna skiptið, hafði reyndar grunsemdir þegar ég sá hún var með stutt í hliðunum og með sítt að aftan.

Við bjuggum okkur undir 8 klst flug til San Francisco og það var ekki fyrr en í flugvélinni að við áttuðum okkur á því að það voru 8 til Chicago, bið í tvo tíma og SVO 3 tímar til San Francisco! Ég var verulega þreytt eftir það en maður sér alltaf ljósan punkt á tilverunni svo 3 tímar heim hljómar nú eins og stutt strætóferð. Það er 8 tíma munur líka á San Francisco og Englandi og 10 tímar milli LA og Englands svo það tók nokkra daga að jafna sig á þeim muni. Reyndar þá vöknuðum við klukkan 4 og jafnvel 2 og gátum ekki sofnað aftur. Að sama skapi var farið snemma í háttinn fyrstu dagana.
Við komum á sunnudaginn og ég for að vinna strax á mánudag. Það hefur gegnið mjög vel að vakna og allt þangað til í dag ég var í fríi og svaf til 1 um daginn. Það hefur ekki gerst í mörg ár!

Eftir þrjá daga í San Fran þá vorum við í 3 daga í Las Vegas og bara tvo í LA. Við fengum lánaðan bíl í Las Vegas og það var í eina skiptið sem það slettist aðeins upp á hamingjuna. Ég vildi ekki keyra þó að ég væri vön að keyra á þessari hlið vegarins og vön sjálfskiptum (ég veit, skræfa) og Okezie var alltof mikið á minni hlið. Við hljómuðum eins og gömul hjón en það var ekki lengi verið að bæta samskiptin eftir það... Fyrir þá sem bjuggust við giftingu í Las Vegas þá var ekkert að óttast, enn engar slíkar hugleiðingar í gangi.

Yfir höfuð var fríið alveg frábært, bara það besta ever. Við nutum hverrar mínutu og ég trúði því bara ekki að það þyrfti að enda. Sem betur fer er stutt í næsta frí þar sem ég kem heim 29. desember og reyndar Okezie líka. Hann verður reyndar bara í nokkra daga en ég ætla að vera í heilan mánuð. Ég hlakka ekkert smá mikið til að hitta ykkur allar og taka því rólega á Íslandi.

Kossar og knús
Þórhildur