<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 19, 2004
Í fréttum er þetta helst:

Sælar elskurnar. Það er orðið langt um liðið síðan ég hef verið í félagsskap flestra af ykkur. En bráðlega skal bætt úr því. Af mér er það að frétta að ég er komin á 6. og síðasta árið í læknisfræðinni. Ég bý í Hlíðunum með Oddi og henni Ólöfu litlu. Ólöf varð 2 ára 19. júlí sl. og á því sama afmælisdag og Þórhildur. Hún er smágerð með úfið ljóst hár, stór brún augu og þykk gleraugu. Svolítið óþekk og kjaftar á henni hver tuska. Það er brjálað að gera þessa dagana í lestri og deildarvinnu og verður fram á vor svo ekki verður mikið um félagslegt samneyti fram að því. Ég mun samt fylgjast með ykkur hér og koma með fréttaskot ef tilefni gefst.

Með ástarkveðju,
Sigurbjörg.
sigursi@hotmail.com