<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 09, 2004
Fréttir
Ég er búin að eignast litla frænku. Hún fæddist á afmælisdegi bræðra sinna þann 2.nóvember síðastliðinn. Hún er alveg rosalega sæt, með lítið nef, lítinn munn, spékopp öðru meginn og bollukinnar. Hún er samt ekkert lítil, var einar 19 merkur og 56 cm þegar hún kom loksins í heiminn tæpum 2 vikum á eftir áætlun. Systir mín er orðin 4 barna mamma, 34 ára gömul, pælið í því..... mér finnst hún algjör hetja!

Annars er það af mér að frétta að það eru engar fréttir. Engar fréttir eru víst góðar fréttir.... er það ekki? En mér leiðist. Við Álfheiður erum að reyna að finna okkur áhugamál. Erum búnar að flakka um heimasíðu kafarinn.is og erum að láta okkur detta það í hug að læra að kafa með vorinu. Vandamálið er nú samt það að það kostar einar 50.000 kr að taka Padi hér á landi meðan það kostar 10-20 þúsund t.d. í Tælandi. Svo vorum við líka að skoða kajaknámskeið en þau eru aðallega á sumrin og á sumrin hefur maður nóg að gera.
Ég er alvarlega að hugsa um að fara að skokka...... já mér leiðist!!!! Það er kominn tími til að hreyfa sig smá, það eru allir að hreyfa sig e-ð og maður er svo útúr að hafa engar líkamsræktarfréttir. Ekki tími ég að kaupa mér líkamsræktarkort, mín líkamsrækt kallast því: "farðu út og hreyfðu þig stelpa". Kostar bara nýja hlaupaskó og MP3 spilara sem er ýkt flottur (vona að Hildur finni hann í Florída).
Það styttist í jólin, ég hlakka til. Ég fæ frí yfir jólahátíðina en verð að vinna á gamlárskvöld og nýjárskvöld, allt í lagi svo framalega sem ég vinn ekki um jólin. Við Bogahlíðaríbúar erum að hugsa um að halda smá teiti 25.des og skella okkur svo á Miljónamæringana á Hótel Sögu um kvöldið, hvernig hljómar það?
kisskiss til allra
Helga