<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

nóvember 19, 2004
Í fréttum er þetta helst:

Sælar elskurnar. Það er orðið langt um liðið síðan ég hef verið í félagsskap flestra af ykkur. En bráðlega skal bætt úr því. Af mér er það að frétta að ég er komin á 6. og síðasta árið í læknisfræðinni. Ég bý í Hlíðunum með Oddi og henni Ólöfu litlu. Ólöf varð 2 ára 19. júlí sl. og á því sama afmælisdag og Þórhildur. Hún er smágerð með úfið ljóst hár, stór brún augu og þykk gleraugu. Svolítið óþekk og kjaftar á henni hver tuska. Það er brjálað að gera þessa dagana í lestri og deildarvinnu og verður fram á vor svo ekki verður mikið um félagslegt samneyti fram að því. Ég mun samt fylgjast með ykkur hér og koma með fréttaskot ef tilefni gefst.

Með ástarkveðju,
Sigurbjörg.
sigursi@hotmail.com

Halló elskurnar

Þá er fríið búið. Ameríka var frábær fyrir utan alla öryggisgæsluna á flugvöllunum. Við tókum 6 flug allt í allt og ég var gaumgæfilega skoðuð tvisvar með tilheyrandi þukli. Sýndist kerlingin njóta þess heldur mikið í seinna skiptið, hafði reyndar grunsemdir þegar ég sá hún var með stutt í hliðunum og með sítt að aftan.

Við bjuggum okkur undir 8 klst flug til San Francisco og það var ekki fyrr en í flugvélinni að við áttuðum okkur á því að það voru 8 til Chicago, bið í tvo tíma og SVO 3 tímar til San Francisco! Ég var verulega þreytt eftir það en maður sér alltaf ljósan punkt á tilverunni svo 3 tímar heim hljómar nú eins og stutt strætóferð. Það er 8 tíma munur líka á San Francisco og Englandi og 10 tímar milli LA og Englands svo það tók nokkra daga að jafna sig á þeim muni. Reyndar þá vöknuðum við klukkan 4 og jafnvel 2 og gátum ekki sofnað aftur. Að sama skapi var farið snemma í háttinn fyrstu dagana.
Við komum á sunnudaginn og ég for að vinna strax á mánudag. Það hefur gegnið mjög vel að vakna og allt þangað til í dag ég var í fríi og svaf til 1 um daginn. Það hefur ekki gerst í mörg ár!

Eftir þrjá daga í San Fran þá vorum við í 3 daga í Las Vegas og bara tvo í LA. Við fengum lánaðan bíl í Las Vegas og það var í eina skiptið sem það slettist aðeins upp á hamingjuna. Ég vildi ekki keyra þó að ég væri vön að keyra á þessari hlið vegarins og vön sjálfskiptum (ég veit, skræfa) og Okezie var alltof mikið á minni hlið. Við hljómuðum eins og gömul hjón en það var ekki lengi verið að bæta samskiptin eftir það... Fyrir þá sem bjuggust við giftingu í Las Vegas þá var ekkert að óttast, enn engar slíkar hugleiðingar í gangi.

Yfir höfuð var fríið alveg frábært, bara það besta ever. Við nutum hverrar mínutu og ég trúði því bara ekki að það þyrfti að enda. Sem betur fer er stutt í næsta frí þar sem ég kem heim 29. desember og reyndar Okezie líka. Hann verður reyndar bara í nokkra daga en ég ætla að vera í heilan mánuð. Ég hlakka ekkert smá mikið til að hitta ykkur allar og taka því rólega á Íslandi.

Kossar og knús
Þórhildur

nóvember 15, 2004
Heilar og sælar!!

Innilega til hamingju með litlu frænku Helga mín. Já hún systir þín er sko meiriháttar hetja! vá!

Allt á svipuðu róli hér hjá okkur familíunni í Kjarrhólmanum. Heyrði í Hárliða í gær, eiturhress eins og alltaf, pilturinn. Einstaklega gott að heyra í honum. Ég ætlaði að hringja í hana Möttu mína líka en hún var víst á leið heim frá Héðni þannig að ég ákvað að bíða aðeins með það.

Við röltum fjölskyldan í kaffi til Karóar í gær.. súkkulaðikaka og alles. Hún er í heljarinnar framkvæmdum heima hjá sér, ekkert smá flott.

Vorum svo að koma úr matarboði frá Sabínu í kvöld við mæðgurnar því eins og þið eflaust vitið er Titti minn LÍMDUR við kennslubækurnar þessa dagana. En nóg að gera hjá okkur ;o)

Aldís Leoní breytist og þroskast með hverjum deginum sem líður. Er einmitt að fara með hana í skoðun þann 17 nóv, ekki á morgun heldur hinn. Hlakka mikið til að sjá hvort hún hafi nú lengst um meira en 1 cm ;o) þessi elska... ætlar að verða stutt í annan endan... á svo sem ekki langt að sækja það....

Annars er skvísan farin að babbla mamma og nammi þegar á að fara að borða.... voða sætt enda get ég ekki látið hana skæla þegar hún er að frekjast þessi elska og kallar svo maaammmaaa í miðju orgi... hver stenst það eiginlega?!!

Tvær tönnslur komnar í neðri góm, voða sætt.. æææ hún er bara yndisleg í alla staði, þessi elska.

Sjáum ykkur vonandi sem allra fyrst.

Heiða greiða


Tannlæknir
Úff ég fór loksins til tannlæknis í dag. Ég er svo heppin að ég þarf bara að mæta á tveggja ára fresti til doksa vegna þess að ég er svo rosalega dugleg að hugsa vel um tennurnar mínar (gott hér mér haha). Eitthvað hefur tannumhirðusnilld mín farið aftur síðan ég fór til tannsa síðast því hann þurfti að hreinsa í burtu fullt af tannstein. Núna skil ég afhverju fólki er illa við að fara til tannlæknis......Eftir að hann var búin að hjakkast á tönnunum mínum með silfurlitaðri tannlæknanál (og mér fannst eins og ég hlyti að koma tannlaus út frá lækninum) dró minn upp bor.....BOR!!!!! Það hefur aldrei þurft að bora í tennurnar mínar. Ég fann hvernig ég stirnaði upp og lá eins og spítukarl í tannlæknastólnum. Hljóðið í tannlæknaborum er ógeðslegt. Núna skil ég afhverju fólk er með tannlæknafóbíu ojjjjjjjj. Hvað lærði ég af þessari ferð....aldrei,aldrei,aldrei aftur vera löt að nota tannþráð. Tannþráður einu sinni á dag kemur tönnunum í lag og maður þar ekki að heyra þetta ógeðslega borhljóð brrrrrrrrrrrrrrr brrrrrrrrrr brrrrrrrrr.
Tannþráður lengi lifi hipphipphúrrei
Helga

nóvember 09, 2004
Fréttir
Ég er búin að eignast litla frænku. Hún fæddist á afmælisdegi bræðra sinna þann 2.nóvember síðastliðinn. Hún er alveg rosalega sæt, með lítið nef, lítinn munn, spékopp öðru meginn og bollukinnar. Hún er samt ekkert lítil, var einar 19 merkur og 56 cm þegar hún kom loksins í heiminn tæpum 2 vikum á eftir áætlun. Systir mín er orðin 4 barna mamma, 34 ára gömul, pælið í því..... mér finnst hún algjör hetja!

Annars er það af mér að frétta að það eru engar fréttir. Engar fréttir eru víst góðar fréttir.... er það ekki? En mér leiðist. Við Álfheiður erum að reyna að finna okkur áhugamál. Erum búnar að flakka um heimasíðu kafarinn.is og erum að láta okkur detta það í hug að læra að kafa með vorinu. Vandamálið er nú samt það að það kostar einar 50.000 kr að taka Padi hér á landi meðan það kostar 10-20 þúsund t.d. í Tælandi. Svo vorum við líka að skoða kajaknámskeið en þau eru aðallega á sumrin og á sumrin hefur maður nóg að gera.
Ég er alvarlega að hugsa um að fara að skokka...... já mér leiðist!!!! Það er kominn tími til að hreyfa sig smá, það eru allir að hreyfa sig e-ð og maður er svo útúr að hafa engar líkamsræktarfréttir. Ekki tími ég að kaupa mér líkamsræktarkort, mín líkamsrækt kallast því: "farðu út og hreyfðu þig stelpa". Kostar bara nýja hlaupaskó og MP3 spilara sem er ýkt flottur (vona að Hildur finni hann í Florída).
Það styttist í jólin, ég hlakka til. Ég fæ frí yfir jólahátíðina en verð að vinna á gamlárskvöld og nýjárskvöld, allt í lagi svo framalega sem ég vinn ekki um jólin. Við Bogahlíðaríbúar erum að hugsa um að halda smá teiti 25.des og skella okkur svo á Miljónamæringana á Hótel Sögu um kvöldið, hvernig hljómar það?
kisskiss til allra
Helga

nóvember 03, 2004
Sælar elskurnar!

Ég er nú búin að vera meiri hörmungin í þessu blessaða bloggi eftir að ég hætti í vinnunni.....
en ég sé nú að ég er ekki ein um það að standa mig ekki í þessu....

Allt annars gott að frétta af okkur familíunni. ALlt gengur sinn vanagang.

Til hamingju Þórhildur með Ástralíu-ákvörðunina, ég kemst vonandi til að heimsækja þig. Eitt af mínum draumalöndum ;o)

Hildur farin til Flórída.. hlakka mikið til að fá ferðasöguna þaðan.

Ég náði loks að sökkva mér í bloggísíður baunana.. þ.e. Héðins, Möttu og Ragnheiðar Helgu (Eyjó systir og frænku) frábært að fylgjast með þeim. Mamma og pabbi eru einmitt að fara til Köben um helgina og ætla að hafa augun opin....

FRK Aldís Leoní dramadrottnig er ekki alveg sátt við að sitja og glápa á móður sína fyrir framan skjáinn svo ég verð víst að sinna henni aðeins. Ætli við skellum okkur ekki bara út í göngu.

Heyrumst síðar
Heiða


nóvember 01, 2004
Jæja þá erum við tilbúin að fara af stað til Florida, erum bara að bíða eftir að tíminn líði og við getum lagt af stað. Okkur kvíður pínulitið ferðinni því við erum 2 tíma á Kefló, 7 og hálfan til Florida og 3-4 tíma að koma okkur á hótelið úti. Lítill maður verður ábyggilega pirraður. Það spáir rigningu og þrumuveðri á morgun þannig að við kúrum bara á hótelinu og jöfnum okkur. Helga, mér fannst vanta hápunkt helgarinnar hjá þér....fór í heimsókn til Hildar og Jóns Arnórs ásamt Ásdísi he he. Well, vona að þið verðið duglegar að skrifa. Við verðum með tölvuna úti þannig að ég læt frétta af okkur. Hafið það gott þangað til luv Hildur Kristín