<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 21, 2004
Hæ hæ elskurnar!! Nú er ég aftur komin í samband. Til hamingju Þórhildur mín með þessa stóru ákvörðun. Ef þú ert farin til að vera í nokkur ár þá eigum við ábyggilega eftir að hittast. Við Gummi stefnum á að flytja þangað og mennt okkur meir áður en Jón Arnór fer í skóla. Af okkur er allt ágætt að frétta. Mér gekk rosalega vel í lokaprófinu (lokaklínik) og fékk mjög gott kennarmat frá Joost kennara mínum. Hann vill bjóða betur en BATI til að fá mig í vinnu,,,hehe gaman að vera svona vinsæll. Er hins vegar ekki eins vinsæl hjá manninum mínum, hann er komin með horn og hala af öllu þessu álagi síðustu 2 mánuði. Hann er nú staddur í London á vegum vinnunnar og missir því af útskriftinni minni (sem er á laugardaginn). Ég fæ mér kaffi á lækjabrekku eftir athöfnina í tilefni dagsins og á ég von á nánustu fjölskyldu þangað (kannski 2 úr Gumma fjölsk.) Ég verð svo heima um kvöldið með rauðvínsflösku í rólegheitum og skála fyrir sjálfri mér ef þig viljið taka þátt.....he. Jón Arnór er orðin rosa duglegur eins og sést á heimasíðunni (of duglegur, búin að steypa sér nokkrum sinnum á höfuðið). Takk fyrir síðast í saumó dúllurnar mínar það var rosa notalegt. Matta mín við höfum nú nóg af kæti og styrk til að senda þér. Elsku kelli mín reyndu að njóta þín eins og þú getur, hver veit nema þú verðir komin í giftingarhugleiðingar með barn á leiðinni áður en þú veist af, þá er ekkert svona í boði. Það öfunda þig margir núna (sérstaklega kennararnir sem eru að klepra í verkfalli .........think happy thoughts :o) )
luv Hildur