<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

október 31, 2004
Helgin
Það er víst kominn sunnudagur og helgarfríið er alveg að verða búið ohhhhh, 12 tíma vakt á morgun og næturvaktarhelgi framundan jibbbbbí.
Hvað afrekaði ég um helgina hmmmmm. Látum okkur sjá, ég sofnaði yfir videomynd á föstudaginn. Keypti mér gallabuxur,pils, eyrnalokka og nælu á laugardaginn. Djammaði á laugardagskvöldið, skellti mér ásamt Ásdísi og Álfheiði á Vegamót og Kaffibarinn, fórum svo á 22 og ætla ég aldrei aftur þangað. Talaði um sæta stráka og varð ógeðslega hneyksluð yfir fatnaði íslenskra kvenna, við erum allar nákvæmlega eins. Ákvað í framhaldi af því að flytja til London næsta haust og fara í fatahönnunarnám ;) Ég ætla að vinna fyrir mér sem Florence Nightingale á spítala þar í bæ og svo er planið að hitta minn herra Darcy. Svo ákvað ég náttúrulega að gera margt fleira sniðugt eins og senda sms eða hringja í ákveðna manneskju (as if), senda öllum sem við Ásdís kynntumst á ferðalaginu okkar e-mail (hahaha, einmitt)og svo að kaupa mér kort í líkamsrækt..... sem sagt fögur fyrirheit.
Núna er ég búin að baka súkkulaðiköku og er ekki á leiðinni í neina líkamsrækt og ekki er ég búin að senda e-mail eða sms en mun ég flytja til London næsta haust?
Góða ferð til USA Hildur og Þórhildur
Helga

október 28, 2004
hæ hæ. Jæja hvernig væri að fara að taka sig saman í andliti og blogga eitthvað stúlkur mínar. Það er sorglegt að segja að það er skemmtilegra að opna bloggið þeirra íkí skvísa en okkar. Við Heiða hittumst á mömmumorgni í gær og mikið var ég glöð að vera komin aftur. Útskriftardagurinn var æði takk dúllurnar mínar að gera þetta bærilegt án Gumma. Gummi kom aftur í gær og við Jón Arnór vorum svaka fegin að sjá hann. Jón Arnór var alveg eins og kjáni í kringum hann, vissi ekkert hvernig hann átti að haga sér, jaðraði við feimni. Fórum til Sigurveigar frænku (barnalæknir) í gær því litli kútur er búinn að vera svo ólíkur sjálfum sér undanfarið, sofið illa svo pirraður. Þá er veslingurinn með vírus, hálsbólgu og læti. Við erum byrjuð á sýklalyfjum. Vonandi verður hann orðin hress á mánud. en þá höldum við fjölskyldan til Flórida. Skilst að það sé 30° hita. Við fáum ekkert út úr tryggingum í sambandi við stuldin á bilnum okkar og skemmdirnar. Ömur maður borgar og borgar tryggingar og svo þegar maður þarf á þeim að halda þá gera þeir ekkert fyrir mann. Well vonandi heyri ég í ykkur fljótt. Skora á Skrattheu að spjalla....söknum þín. luv hildur

hæ hæ. Jæja hvernig væri að fara að taka sig saman í andliti og blogga eitthvað stúlkur mínar. Það er sorglegt að segja að það er skemmtilegra að opna bloggið þeirra íkí skvísa en okkar. Við Heiða hittumst á mömmumorgni í gær og mikið var ég glöð að vera komin aftur. Útskriftardagurinn var æði takk dúllurnar mínar að gera þetta bærilegt án Gumma. Gummi kom aftur í gær og við Jón Arnór vorum svaka fegin að sjá hann. Jón Arnór var alveg eins og kjáni í kringum hann, vissi ekkert hvernig hann átti að haga sér, jaðraði við feimni. Fórum til Sigurveigar frænku (barnalæknir) í gær því litli kútur er búinn að vera svo ólíkur sjálfum sér undanfarið, sofið illa svo pirraður. Þá er veslingurinn með vírus, hálsbólgu og læti. Við erum byrjuð á sýklalyfjum. Vonandi verður hann orðin hress á mánud. en þá höldum við fjölskyldan til Flórida. Skilst að það sé 30° hita. Við fáum ekkert út úr tryggingum í sambandi við stuldin á bilnum okkar og skemmdirnar. Ömur maður borgar og borgar tryggingar og svo þegar maður þarf á þeim að halda þá gera þeir ekkert fyrir mann. Well vonandi heyri ég í ykkur fljótt. Skora á Skrattheu að spjalla....söknum þín. luv hildur

október 21, 2004
Hæ hæ elskurnar!! Nú er ég aftur komin í samband. Til hamingju Þórhildur mín með þessa stóru ákvörðun. Ef þú ert farin til að vera í nokkur ár þá eigum við ábyggilega eftir að hittast. Við Gummi stefnum á að flytja þangað og mennt okkur meir áður en Jón Arnór fer í skóla. Af okkur er allt ágætt að frétta. Mér gekk rosalega vel í lokaprófinu (lokaklínik) og fékk mjög gott kennarmat frá Joost kennara mínum. Hann vill bjóða betur en BATI til að fá mig í vinnu,,,hehe gaman að vera svona vinsæll. Er hins vegar ekki eins vinsæl hjá manninum mínum, hann er komin með horn og hala af öllu þessu álagi síðustu 2 mánuði. Hann er nú staddur í London á vegum vinnunnar og missir því af útskriftinni minni (sem er á laugardaginn). Ég fæ mér kaffi á lækjabrekku eftir athöfnina í tilefni dagsins og á ég von á nánustu fjölskyldu þangað (kannski 2 úr Gumma fjölsk.) Ég verð svo heima um kvöldið með rauðvínsflösku í rólegheitum og skála fyrir sjálfri mér ef þig viljið taka þátt.....he. Jón Arnór er orðin rosa duglegur eins og sést á heimasíðunni (of duglegur, búin að steypa sér nokkrum sinnum á höfuðið). Takk fyrir síðast í saumó dúllurnar mínar það var rosa notalegt. Matta mín við höfum nú nóg af kæti og styrk til að senda þér. Elsku kelli mín reyndu að njóta þín eins og þú getur, hver veit nema þú verðir komin í giftingarhugleiðingar með barn á leiðinni áður en þú veist af, þá er ekkert svona í boði. Það öfunda þig margir núna (sérstaklega kennararnir sem eru að klepra í verkfalli .........think happy thoughts :o) )
luv Hildur

október 19, 2004
Afmæliskveðja
Til hamingju með daginn Júlía mín
knús Helga