<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

ágúst 05, 2004
Húsavík!!!!
Ég og Álfheiður erum að fara á Húsavík í dag til að heimsækja ömmu mína og fyrrum vinnufélaga okkar á sjúkrahúsinu þar í bæ. Mærudagar á Húsavík eru um helgina og hef ég heyrt að aðal stuðband Húsvíkinga The Hefners muni spila diskó á Gamla Bauk á Laugardagskvöldið jibbíjeijeijei. Það er spáð alveg glimmmmrandi góðu veðri, sól og 20 stiga hita alllllla helgina, alltaf gott veður á Húsavík :)
Plan helgarinnar er annars líka að skella sér á Greifann á Akureyri (það bara fylgir), á handverkssýninguna í Eyjarfirði (hósthóst), í hið nýja Bláa Lón þeirra Mývetninga og bara að slappa af og hafa það gott.
Kjaftasögur af norðurlandi eftir helgi
Helga