<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

ágúst 09, 2004
17 ástæður...
...fyrir áhyggjum

1. Ég á eftir að pakka niður
2. Ég djamma of mikið
3. Ég kann ekki dönsku
4. Ég held að það sé vírus í tölvunni minni
5. Ég held að það sé vírus í heilabúinu í mér
6. Ég fór á korta- og áfengisfyllerí á laugardaginn
7. Ég tók allt of mikið úr gleðibankanum um helgina og lagði ekki rassgat inn
8. Ég á skítugasta bíl í heimi...
9. ...sem ég þarf að selja hið snarasta
10. Þegar hann var þetta gamall var ég að halda upp á tvítugsafmælið mitt!
11. Ég hræðist að vera ein
12. Hárið á mér er svo flókið að ef ég kippi í eitt hár, fylgir allur lubbinn með
13. Flugur eru að ganga af mér dauðri
14. Ég er með krónískan hiksta
15. Ég hugsa aldrei áður en ég framkvæmi, framkvæmi alltaf án þess að hugsa
16. Pappakassar óskast!
17. Aldur er afstæður

Matta, 27 ára!