<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júlí 15, 2004
Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og
innihaldsríkari, mæli ég med að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði
reglulega...


1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum med sólgleraugu. Miðaðu með
hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.

2. Kallaðu sjálfa/n þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta
rödd þinni.

3. Stattu föst/fastur á því að netfangið þitt sé:
Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca

4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu "má
bjóða þér franskar med þessu?"

5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir "Innbox"

6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót.

7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru
búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.

8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.

9. Ljúktu öllum setningum þínum með; ....samkvæmt spádómum.

10. Ekki nota punkta

11. Eins oft og mögulega hægt; hoppa í stað þess að ganga.

12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur
svarað.

13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntunin þín sé "taka
með".

14. Syngdu með í óperunni.

15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan rythma.

16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborðið þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af
diski alla daga.

17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú
sért ekki alveg upplögð/lagður.

18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafninu þínu, Rock
Hard.

19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú ,,Ég vann! Ég
vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"

Luv, Una