<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júlí 02, 2004
Mest notuðu orð nýafstaðinnar Asíureisu voru án efa: Kaupa kaupa, sætur strákur og heeeeeitt!! Nú er ég hins vegar komin heim og þessa dagana finnst mér tilvera mín snúast nær eingöngu um lava, subglacial og.....meira lava. Hmmm, best að fara ekkert út í samanburð á þessu tvennu. En já, er sem sagt byrjuð að flakka um Ísland með miðaldra Breta og verð á ferð og flugi e-ð fram eftir sumri. Fyrsta ferðin gekk stórslysalaust fyrir sig (hjúkk) en það lá við að ég þyrfti að veita nokkrum áfallahjálp eftir að Portúgalar slógu Englendingana út úr EM í hrikalega spennandi leik. Erfiðir tímar skal ég segja ykkur ;-) Að allt öðru, bróðursonur minn var að eignast barn. Yndislegt alveg, en gerir það mig þá að afasystur?! Veit ekki alveg hvað mér finnst um þann titil.....!!
Síðar,
Ásdís