<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júlí 22, 2004
Gat skeð.....
Ég tók mig loksins til í dag og bloggaði heil ósköp en viti menn, bloggið birtist ekki ohhhhh.  Sagði þar frá Laugarvegsgöngunni minni í löngu máli.  Þar sem ég get aldrei sagt sama hlutinn vel tvisvar þá fáið þið verulega stutta útgáfu af göngusögunni hér með.  Frá 15. júlí til 19.júlí gekk ég Laugarveginn (þ.e. frá Landmannlaugum til Þórsmerkur en ekki frá Bankastrætinu upp að Hlemmi hahahaha voða fyndin gef sjálfri mér högg í öxl) ásamt 5 hjúkkuvinkonum þeim Siggu Dóru, Ólínu, Bryndísi, Maríu og Álfhildi. Ferðin var í alla staði frábær, frábær félagsskapur, frábært veður, frábært landslag og bara já frábær. Mæli með Laugarveginum fyrir alla konur sem kalla, krakka með hár og kalla með skalla trallallallla.......
Tími kominn til að fara heim að sofa.
Til hamingju með afmælið sl. mánudag Þórhildur mín, vona að þú hafir nú fengið afmælissms-ið, ég heyri í þér við tækifæri, afmælisgjöfin er á leiðinni :)

Heim að sofa núna
Helga