<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júlí 22, 2004
...þá sjaldan að maður lyftir sér upp...
 
Það trúa því kannski fáir og finnst vera týpískt væl í þessari kennarablók sem ég er, að það er full vinna að vera í fríi og þá meina ég FULL. Ég held að það hafi varla runnið almennilega af mér það sem af er sumars og ekki útlit fyrir að það gerist á næstunni. Þegar ég fæ sms frá blóðbankanum, þangað sem ég hef farið samviskusamlega á 4 mánaða fresti... er ég yfirleitt rallhálf og ekki draumablóðgjafi, nema þá kannski fyrir Lalla Johns sem mundi líklega þiggja nokkrar rauðvínsmettaðar blóðflögur til að halda sér við.
Þetta ástand stafar ekki bara af því að ég er haldin þeim félagsfræðilega sjúkdómi að mega aldrei missa af neinu, heldur virðast vinkonur mínar hafa tekið sig saman og ákveðið að þetta sumar væri einmitt hentugt til að ganga í það heilaga. Ekki að það sé neitt slæmt í sjálfu sér, en boy, oh boy það rennur varla af manni á milli gæsanna og brúðkaupa hér og þar um landið.
Nú er farið að sjá fyrir endann á þessu partýstandi og ég að verða uppiskroppa með tilefni til að skála...!
Það líður brátt að Danmerkurferð og því hef ég komið hingað heim til Rvk, öðru hverju, til að þykjast vera að pakka niður, þinglýsa húsaleigusamningi, raða í geymslunni, þvo þvott og svona, en lítið mjakast. Ég var í tvær vikur fyrir vestan hjá Ragnhildi syssssss að mála allt, hólf og gólf, parketleggja og alles (er maður Gyða Sól eða er maður Gyða Sól).
Í gær fór ég í frábæran mat til þeirra heiðurshjúa Braga og Eyglóar og svo hitti ég Hárliðann minn og við gengum með ís um Grasagarðinn og kjöftuðum þar til minn veirusýkti úfur hótaði að láta mig missa röddina enn einusinni í þessum mikla djammmánuði (hvað eru mörg m í því!).
Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvenær er hentugt að fljúga út, þar sem ég er ekkert alveg komin með stað til að búa á í Århus en hugsa að það verði fljótlega eftir menningarnótt. Því er ég farin að huga að partýhaldi á menningarnótt, eða menningarkvöldi allavega og hvet ömmur nær og fjær, einnig alla sem eru hressir og kátir, til að gefa sér tíma til að kíkja á mig.
Jæja, nú er von á Ásdísi fljótlega og ég á brókunum ennþá.
Bæjó, í bili þó
Matta