<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júlí 31, 2004
Ætli sé hægt að...

-Láta símaþjónustuna eyða sms-um sem send eru frá Þjóðhátíð í Eyjum áður en maður sér þau

-Gera gat á miltað á sér með naglaþjöl á meðan maður horfir á þunglyndustu videómynd sem framleidd hefur verið

-Fá legusár í sjónvarpssófanum yfir eina helgi

-Deyja úr sjálfsvorkunn á besta aldri

...skítt með börnin í Afríku, alla lesblindu stamarana sem komast aldrei á sjens, litla strákinn með brjóstið á enninu...

Ég á mest bágt yfir að komast ekki til Eyja!!!

Matta

júlí 22, 2004
...þá sjaldan að maður lyftir sér upp...
 
Það trúa því kannski fáir og finnst vera týpískt væl í þessari kennarablók sem ég er, að það er full vinna að vera í fríi og þá meina ég FULL. Ég held að það hafi varla runnið almennilega af mér það sem af er sumars og ekki útlit fyrir að það gerist á næstunni. Þegar ég fæ sms frá blóðbankanum, þangað sem ég hef farið samviskusamlega á 4 mánaða fresti... er ég yfirleitt rallhálf og ekki draumablóðgjafi, nema þá kannski fyrir Lalla Johns sem mundi líklega þiggja nokkrar rauðvínsmettaðar blóðflögur til að halda sér við.
Þetta ástand stafar ekki bara af því að ég er haldin þeim félagsfræðilega sjúkdómi að mega aldrei missa af neinu, heldur virðast vinkonur mínar hafa tekið sig saman og ákveðið að þetta sumar væri einmitt hentugt til að ganga í það heilaga. Ekki að það sé neitt slæmt í sjálfu sér, en boy, oh boy það rennur varla af manni á milli gæsanna og brúðkaupa hér og þar um landið.
Nú er farið að sjá fyrir endann á þessu partýstandi og ég að verða uppiskroppa með tilefni til að skála...!
Það líður brátt að Danmerkurferð og því hef ég komið hingað heim til Rvk, öðru hverju, til að þykjast vera að pakka niður, þinglýsa húsaleigusamningi, raða í geymslunni, þvo þvott og svona, en lítið mjakast. Ég var í tvær vikur fyrir vestan hjá Ragnhildi syssssss að mála allt, hólf og gólf, parketleggja og alles (er maður Gyða Sól eða er maður Gyða Sól).
Í gær fór ég í frábæran mat til þeirra heiðurshjúa Braga og Eyglóar og svo hitti ég Hárliðann minn og við gengum með ís um Grasagarðinn og kjöftuðum þar til minn veirusýkti úfur hótaði að láta mig missa röddina enn einusinni í þessum mikla djammmánuði (hvað eru mörg m í því!).
Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvenær er hentugt að fljúga út, þar sem ég er ekkert alveg komin með stað til að búa á í Århus en hugsa að það verði fljótlega eftir menningarnótt. Því er ég farin að huga að partýhaldi á menningarnótt, eða menningarkvöldi allavega og hvet ömmur nær og fjær, einnig alla sem eru hressir og kátir, til að gefa sér tíma til að kíkja á mig.
Jæja, nú er von á Ásdísi fljótlega og ég á brókunum ennþá.
Bæjó, í bili þó
Matta

Gat skeð.....
Ég tók mig loksins til í dag og bloggaði heil ósköp en viti menn, bloggið birtist ekki ohhhhh.  Sagði þar frá Laugarvegsgöngunni minni í löngu máli.  Þar sem ég get aldrei sagt sama hlutinn vel tvisvar þá fáið þið verulega stutta útgáfu af göngusögunni hér með.  Frá 15. júlí til 19.júlí gekk ég Laugarveginn (þ.e. frá Landmannlaugum til Þórsmerkur en ekki frá Bankastrætinu upp að Hlemmi hahahaha voða fyndin gef sjálfri mér högg í öxl) ásamt 5 hjúkkuvinkonum þeim Siggu Dóru, Ólínu, Bryndísi, Maríu og Álfhildi. Ferðin var í alla staði frábær, frábær félagsskapur, frábært veður, frábært landslag og bara já frábær. Mæli með Laugarveginum fyrir alla konur sem kalla, krakka með hár og kalla með skalla trallallallla.......
Tími kominn til að fara heim að sofa.
Til hamingju með afmælið sl. mánudag Þórhildur mín, vona að þú hafir nú fengið afmælissms-ið, ég heyri í þér við tækifæri, afmælisgjöfin er á leiðinni :)

Heim að sofa núna
Helga 

júlí 15, 2004
Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og
innihaldsríkari, mæli ég med að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði
reglulega...


1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum med sólgleraugu. Miðaðu með
hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.

2. Kallaðu sjálfa/n þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta
rödd þinni.

3. Stattu föst/fastur á því að netfangið þitt sé:
Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca

4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu "má
bjóða þér franskar med þessu?"

5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir "Innbox"

6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót.

7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru
búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.

8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.

9. Ljúktu öllum setningum þínum með; ....samkvæmt spádómum.

10. Ekki nota punkta

11. Eins oft og mögulega hægt; hoppa í stað þess að ganga.

12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur
svarað.

13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntunin þín sé "taka
með".

14. Syngdu með í óperunni.

15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan rythma.

16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborðið þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af
diski alla daga.

17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú
sért ekki alveg upplögð/lagður.

18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafninu þínu, Rock
Hard.

19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú ,,Ég vann! Ég
vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"

Luv, Una

júlí 02, 2004
Mest notuðu orð nýafstaðinnar Asíureisu voru án efa: Kaupa kaupa, sætur strákur og heeeeeitt!! Nú er ég hins vegar komin heim og þessa dagana finnst mér tilvera mín snúast nær eingöngu um lava, subglacial og.....meira lava. Hmmm, best að fara ekkert út í samanburð á þessu tvennu. En já, er sem sagt byrjuð að flakka um Ísland með miðaldra Breta og verð á ferð og flugi e-ð fram eftir sumri. Fyrsta ferðin gekk stórslysalaust fyrir sig (hjúkk) en það lá við að ég þyrfti að veita nokkrum áfallahjálp eftir að Portúgalar slógu Englendingana út úr EM í hrikalega spennandi leik. Erfiðir tímar skal ég segja ykkur ;-) Að allt öðru, bróðursonur minn var að eignast barn. Yndislegt alveg, en gerir það mig þá að afasystur?! Veit ekki alveg hvað mér finnst um þann titil.....!!
Síðar,
Ásdís