<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júní 27, 2004
Hæ hó, þetta fer að verða jafn dautt hjá okkur og forsetakostningarnar, engar fréttir.

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:
-hætt að kenna
-farið í miðnæturgöngu inn í Reykjadal með góðum vinum
-keyrt tvisvar yfir sama tjaldsungann
-fengið mér í nokkur glös
-málað herbergið mitt með aðstoð Hildar gullmola, eftir að Þráinn parketlagði
-farið í heyskap
-haldið á kanínuunga
-séð skelfilega bíómynd með fólki sem fannst hún æðisleg
-stolist tvisvar í sund (með álstiga í bílnum)
-tapað rauðvínsflösku sem einhver róninn sá sig knúinn til að sækja gegnum eina af fáum heilu bílrúðum í kagganum mínum (tapaði þá náttúrulega líka bílrúðunni)
-velt mér upp úr dögginni
-fengið skólavist í Danmörku næsta haust
-setið á Ölstofunni
-gefist þrisvar sinnum upp á því að taka til
-fengið yndislegan félagsskap í íbúðina
-grillað í Hvammsvík og séð typpi í heita pottinum
-setið á Ölstofunni
-unnið Mario Bros með 36 aukakalla (komm on, ég er kennari í fríi)
-farið í útskriftarveislu
-Grætt gæs
-bætt við símaskrána í símanum mínum
-gert dyraat á Hverfisgötunni
-farið í ótal göngutúra
-átt samtöl sem ég man fáránlega lítið eftir
-setið á Ölstofunni
-hitt fólk á stöðum þar sem ég átti síst von á að hitta það
-sofið frameftir
-hlegið
-farið í River raft á gúmmíbátum niður Stóru Furu
-grillað
-setið á Ölstofunni
-legið í sólbaði
-kosið
-þrifið bílinn minn
-staðið með opinn munninn í rigningu
-átt yfirborðsleg samtöl við kunningja
-hlakkað til að eignast aðra frænku
-sent sms
-fengið fjörfisk í augað
-kviðið fyrir því að skilja við öryggið sem ég bý við á Íslandi og fara í óvissuna til Danmerkur
-fengið hiksta

Verum duglegri bloggarar stelpur mínar
Knús
Matta