<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

júní 27, 2004
Hæ hó, þetta fer að verða jafn dautt hjá okkur og forsetakostningarnar, engar fréttir.

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:
-hætt að kenna
-farið í miðnæturgöngu inn í Reykjadal með góðum vinum
-keyrt tvisvar yfir sama tjaldsungann
-fengið mér í nokkur glös
-málað herbergið mitt með aðstoð Hildar gullmola, eftir að Þráinn parketlagði
-farið í heyskap
-haldið á kanínuunga
-séð skelfilega bíómynd með fólki sem fannst hún æðisleg
-stolist tvisvar í sund (með álstiga í bílnum)
-tapað rauðvínsflösku sem einhver róninn sá sig knúinn til að sækja gegnum eina af fáum heilu bílrúðum í kagganum mínum (tapaði þá náttúrulega líka bílrúðunni)
-velt mér upp úr dögginni
-fengið skólavist í Danmörku næsta haust
-setið á Ölstofunni
-gefist þrisvar sinnum upp á því að taka til
-fengið yndislegan félagsskap í íbúðina
-grillað í Hvammsvík og séð typpi í heita pottinum
-setið á Ölstofunni
-unnið Mario Bros með 36 aukakalla (komm on, ég er kennari í fríi)
-farið í útskriftarveislu
-Grætt gæs
-bætt við símaskrána í símanum mínum
-gert dyraat á Hverfisgötunni
-farið í ótal göngutúra
-átt samtöl sem ég man fáránlega lítið eftir
-setið á Ölstofunni
-hitt fólk á stöðum þar sem ég átti síst von á að hitta það
-sofið frameftir
-hlegið
-farið í River raft á gúmmíbátum niður Stóru Furu
-grillað
-setið á Ölstofunni
-legið í sólbaði
-kosið
-þrifið bílinn minn
-staðið með opinn munninn í rigningu
-átt yfirborðsleg samtöl við kunningja
-hlakkað til að eignast aðra frænku
-sent sms
-fengið fjörfisk í augað
-kviðið fyrir því að skilja við öryggið sem ég bý við á Íslandi og fara í óvissuna til Danmerkur
-fengið hiksta

Verum duglegri bloggarar stelpur mínar
Knús
Matta

júní 05, 2004
Heima er best?....
Já, já Ísland er best i heimi það vita allir, ég sakna samt Tælands, Vietnam, Laos og Koreu. Ég er full af fortíðarþrá. Ég get ekki beðið í 2 ár með heimsreisu!!!!
Æi ég skal hætta þessu kvarti og kveini. Heima er best. Ég er byrjuð að vinna á slysó, so far so good. Ég bý hjá Möttu í sumar og það er bara frábært, alltaf jafn gott að vera í Möttukoti. Get ég beðið um meira? Kannski hálfnakta, brúna og sveitta unga karlmenn með húðflúr? Það verður víst bara að bíða betri tíma.

Hugmyndin um saumó hljómar afskaplega vel.
Síðar
Helga

júní 02, 2004
Góðan daginn

ezkurnar og takk fyrir síðast. Gaman að sjá ykkur hjá Skrattheu Skorrdal, þið sem voruð þar, á sunnudaginn. Mér fannst dulítið fyndið þegar Pálmi húsvörður kom. Var alveg að fara að fela hvítvínsglasið, eins og á heimavistinni, þegar ég áttaði mig á því að ég er orðin 27 ára og hætt í menntaskóla. Má sem sagt fá mér hvítvín á tyllidögum. Það kom til tals að halda saumaklúbb. Hildur minntist á að hún ætlaði að bjóða heim. Er það ekki Hildur? Hlakka til að sjá ykkur.

Luv, Una