<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

apríl 11, 2004
Páskarnir...

...hafa verið erilsamir, skemmtilegir, letilegir, þunnir, hlæilegir, hásir, alvarlegir, fullir og frábærir. Ég er búin að fara í sveitina þar sem ég elti kanínur og tók á móti lömbum, lék við frændsystkini mín og spilaði. Svo fór ég til borgarinnar og skemmti mér fyrir allan peninginn, horfði á videó og fór í sund. Ég heimsótti gamla fólkið, fór í kirkjugarða, veislur, gönguferðir og innflutningspartý. Og hér er ég hjá emm og pé að reyna að berja saman umsókn fyrir næsta haust, fara yfir verkefni og bækur og leika mér í skóhúsinu við Kötlu kjánaskott sem er á góðri leið með að afla mér trúna á börn á ný! Það er nú farið að sjá fyrir endann á fríinu enda er mér alveg að takast að snúa sólarhringnum við eins og alltaf á jólunum og á góðri leið að venjast því að liggja í rúminu fram eftir degi.
Ég var vakin í morgun til að leita að páskaeggi eins og þegar ég var lítil... finnst ykkur nokkuð eins og mér að mamma og pabbi ættu að vera farin að venjast því betur að þó að ég geti oft hagað mér eins og krakkabjáni, þá sé ég orðin 27 ára og flutt að heiman (þau eru sko oft alveg steinhissa þegar ég ætla aftur í bæinn eftir að hafa verið hjá þeim, að ég sé að fara, án þess að vera að fara að gera e-h sérstakt í bænum)!! En páskaeggið var gott!
Ég veit ekki með ykkur, en ég er alveg manneskja í saumaklúbb svona þegar mæðurnar okkar nýbökuðu eru farnar að geta gengið á ný ;) Ég hugsa mikið til ykkar og hlakka til að heyra í ykkur við fyrsta tækifæri.
Knús
Matta