<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

apríl 02, 2004
Heilar og sælar!!

Loksins kem ég mér í að skrifa nokkrar línur en ég var auðvitað með vefinn og allan mail í vinnunni og hafði ekki enn komið mér í að færa allt hingað heim. Svo er maður líka alltof góðu vanur því ég er sko ekki að höndla þessa hægfara nettengingu.... úfff!!!!! Ákváðum í dag að fá okkur ADSL, sem betur fer! Ef ég á að vera heima í ár og á að reyna að viðhalda þessari blessuðu barnalandssíðu þá..... Ein óþolinmóð!

Af okkur er annars allt rosa gott að frétta. Prinsessan litla dafnar ekkert smá vel, eiginlega soldið OF vel því sú ltla var í mælingu áðan og orðin 4400 gr þ.e. þyngdist um heil 400 gr á einni viku! VÁ! Rjómi úr brjóstunum á mömmu... ég hélt nú að ljósan væri eitthvað að mismæla sig því við hjónin giskuðum á svona kannski 150 gr í mesta lagi... en svona er þetta nú. Þau stækka ekkert smá hratt og bara alveg án þess að maður taki eftir því. Eins gott fyrir ykkur að fara að koma og skoða því hún verður ekkert ungabarn mikið lengur....

Hún er annars alger engill. Sefur, borðar og kúkar og pissar alveg eins og henni sé borgað fyrir það svo það er allt eins og það á að vera. Við Titti erum enn að furða okkur á því að við skulum hafa getað búið hana til!! ótrúlegt alveg!

Við hittum einmitt Hildi og Jón Arnór í gær, þau voru í göngutúr í snjónum, dugnaðarforkarnir og kíktu aðeins við hjá okkur og það er sko ekkert smá hvað þau stækka ört þessi blessuðu börn. Ég sá Jón Arnór síðast þegar hann var jafngamall minni og að hugsa sér að mín verði orðin svona stór eftir einungis 2 vikur...úff!!! Við tókum einmitt myndir af litlu félögunum saman og ætlum að skella því á Barnaland, þið getið svo skoðað þar. Rosalega gaman að sjá ykkur Hildur og Jón Arnór.

Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjurnar, póstkortið frá Ásdísi og Helgu (með mynd af þeim framaná) og Þórhildur, takk fyrir sendinguna ;o) Ekkert smá gaman að fá pakka annarsstaðar frá en frá Ítalíu ;o) ÁSTAR ÞAKKIR fyrir dressið. Við sendum þér svo myndir af prinsessunni í því.

Mín orðin svöng, verð að rjúka.
Ciao
Heiða (ekki lengur rosa breiða)