<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

apríl 29, 2004
Hallarfeðin

Ég fór í glæsihýsi í gærkvöld, þar sem allt ilmaði af hreinlæti og matarlykt, sannkölluð höll í augum hinna draslvönu. Þar var til húsa fjölmiðla- og fjalarkisi sem stjanaði við mann og annan ásamt systur okkar allra, brjóstaskutlaranum. Ég hitti þar einnig litla prinsessu og konungshjónin sem voru afar tignarleg og að vonum stolt af litlu prinsessunni. Þar var einnig "kjallaraskepnan ógurlega" sem sannfærist meir og meir dag frá degi að gott sé að búa á Íslandi, þrátt fyrir að hafa fengið reisupassann frá rónum landsins, brosir og syngur: "Hvar er hvar er hvar er hvar er konan mín, hvar er konan mín, hvar er konan mín..."

Hlédís er komin með spangir

Matta

apríl 26, 2004
Sumarið byrjar vel

- Ferming krakkanna minna eftir djammkvöld
- Bláa lónið steik og blíðu
- Stalst í gamla sveitasundlaug þar sem ég sat með frænkum mínum og sveitastrákum, drukkum bjór og fórum í kapphlaup í hálffullri, sleipri laug.
- Samdi þrjá vísubálka um foreldra mína
- Skreytti sal fyrir afmæli
- Fór í 50 ára afmæli
- Söng uppi á sviði ásamt nokkrum öðrum heimasmíðað lag um móðursystur mína
- Kyssti ca 150 vini og ættingja
- Tókst að vera í hvítu pilsi frá kl. 19.30 - 03.30, óhreinkaði það bara tvisvar á þessum tíma
- Reif tvennar sokkabuxur á meðan ég passaði þrjú frændsystkin í hálftíma
- Þreif sal eftir afmæli
- Sat í púströrslausum bíl frá Staðarsveit til Akraness
- Keyrði sjálfskiptan bíl frá Akranesi til Reykjavíkur
- Kom heim seint seint í nótt, eða snemma í dag
-Gat vaknað í vinnuna í morgun!!!

Matta

apríl 14, 2004
Haaaaaaaalllllllllooooooooooooooooooooooooooooooooooooo!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hvar eru allir???

apríl 11, 2004
Páskarnir...

...hafa verið erilsamir, skemmtilegir, letilegir, þunnir, hlæilegir, hásir, alvarlegir, fullir og frábærir. Ég er búin að fara í sveitina þar sem ég elti kanínur og tók á móti lömbum, lék við frændsystkini mín og spilaði. Svo fór ég til borgarinnar og skemmti mér fyrir allan peninginn, horfði á videó og fór í sund. Ég heimsótti gamla fólkið, fór í kirkjugarða, veislur, gönguferðir og innflutningspartý. Og hér er ég hjá emm og pé að reyna að berja saman umsókn fyrir næsta haust, fara yfir verkefni og bækur og leika mér í skóhúsinu við Kötlu kjánaskott sem er á góðri leið með að afla mér trúna á börn á ný! Það er nú farið að sjá fyrir endann á fríinu enda er mér alveg að takast að snúa sólarhringnum við eins og alltaf á jólunum og á góðri leið að venjast því að liggja í rúminu fram eftir degi.
Ég var vakin í morgun til að leita að páskaeggi eins og þegar ég var lítil... finnst ykkur nokkuð eins og mér að mamma og pabbi ættu að vera farin að venjast því betur að þó að ég geti oft hagað mér eins og krakkabjáni, þá sé ég orðin 27 ára og flutt að heiman (þau eru sko oft alveg steinhissa þegar ég ætla aftur í bæinn eftir að hafa verið hjá þeim, að ég sé að fara, án þess að vera að fara að gera e-h sérstakt í bænum)!! En páskaeggið var gott!
Ég veit ekki með ykkur, en ég er alveg manneskja í saumaklúbb svona þegar mæðurnar okkar nýbökuðu eru farnar að geta gengið á ný ;) Ég hugsa mikið til ykkar og hlakka til að heyra í ykkur við fyrsta tækifæri.
Knús
Matta

apríl 02, 2004
Heilar og sælar!!

Loksins kem ég mér í að skrifa nokkrar línur en ég var auðvitað með vefinn og allan mail í vinnunni og hafði ekki enn komið mér í að færa allt hingað heim. Svo er maður líka alltof góðu vanur því ég er sko ekki að höndla þessa hægfara nettengingu.... úfff!!!!! Ákváðum í dag að fá okkur ADSL, sem betur fer! Ef ég á að vera heima í ár og á að reyna að viðhalda þessari blessuðu barnalandssíðu þá..... Ein óþolinmóð!

Af okkur er annars allt rosa gott að frétta. Prinsessan litla dafnar ekkert smá vel, eiginlega soldið OF vel því sú ltla var í mælingu áðan og orðin 4400 gr þ.e. þyngdist um heil 400 gr á einni viku! VÁ! Rjómi úr brjóstunum á mömmu... ég hélt nú að ljósan væri eitthvað að mismæla sig því við hjónin giskuðum á svona kannski 150 gr í mesta lagi... en svona er þetta nú. Þau stækka ekkert smá hratt og bara alveg án þess að maður taki eftir því. Eins gott fyrir ykkur að fara að koma og skoða því hún verður ekkert ungabarn mikið lengur....

Hún er annars alger engill. Sefur, borðar og kúkar og pissar alveg eins og henni sé borgað fyrir það svo það er allt eins og það á að vera. Við Titti erum enn að furða okkur á því að við skulum hafa getað búið hana til!! ótrúlegt alveg!

Við hittum einmitt Hildi og Jón Arnór í gær, þau voru í göngutúr í snjónum, dugnaðarforkarnir og kíktu aðeins við hjá okkur og það er sko ekkert smá hvað þau stækka ört þessi blessuðu börn. Ég sá Jón Arnór síðast þegar hann var jafngamall minni og að hugsa sér að mín verði orðin svona stór eftir einungis 2 vikur...úff!!! Við tókum einmitt myndir af litlu félögunum saman og ætlum að skella því á Barnaland, þið getið svo skoðað þar. Rosalega gaman að sjá ykkur Hildur og Jón Arnór.

Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjurnar, póstkortið frá Ásdísi og Helgu (með mynd af þeim framaná) og Þórhildur, takk fyrir sendinguna ;o) Ekkert smá gaman að fá pakka annarsstaðar frá en frá Ítalíu ;o) ÁSTAR ÞAKKIR fyrir dressið. Við sendum þér svo myndir af prinsessunni í því.

Mín orðin svöng, verð að rjúka.
Ciao
Heiða (ekki lengur rosa breiða)

apríl 01, 2004
Bara svona til að það sé alveg á hreinu :-)

Matta

1. apríl

Marsbúinn

...neeeei, þetta var stolið. Vildi bara blogga um það hvað þið hinar eru lélegar í blogginu og líka til að lýsa gleði minni yfir því að Þórhildur stríðnisstrumpur sé ekki á landinu til að láta mann hlaupa langhlaupsapríl.

Af mér er annars þetta að frétta: Úúúfffffffffff..........

Matta

1. apríl

Marsbúinn

...neeeei, þetta var stolið. Vildi bara blogga um það hvað þið hinar eru lélegar í blogginu og líka til að lýsa gleði minni yfir því að Þórhildur stríðnisstrumpur sé ekki á landinu til að láta mann hlaupa langhlaupsapríl.

Af mér er annars þetta að frétta: Úúúfffffffffff..........

Matta

1. apríl

Marsbúinn

...neeeeiii þetta er stolið. Vildi bara blogga um það hvað þið hinar eru lélegar að blogga og hvað ég er fegin að Þórhildur stríðnisstrumpur er ekki hérna til að láta mann hlaupa langhlaupsapríl.

Af mér er annars þetta að frétta: Úúúúffffffffffffffffffffffffffffffffffffffff...

Matta