<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

mars 09, 2004
Sælar!

Innilega til hamingju enn og aftur elsku Hildur og Gummi. Frábært að heyra að allt gekk að óskum og prinsinn loks komin í heiminn ;o)
Við ætlum endilega að fara að kíkja á ykkur við tækifæri því ég var sko búin að panta að fá að kíkja áður en ég færi.

'Eg verð nú að segja að ég er eiginlega soldið mikið öfundsjúk að þetta sé allt saman yfirstaðið hjá ykkur.... úfff... ég get ekki meir! Alveg orðin kringlótt, að springa á því. Maður er farin að sofa fekar illa og bara orðin þreytt á þessu ástandi, farin að fá stingi hér og þar.... Annars líður mér lang best í baði bara og Titti þarf að beita ölum kröftum til að lokka mig uppúr baðinu á kvöldin. Ég vil helst bara vera þar allan daginn, sofa þar og bara lifa þar. Gjörsamlega hætt að pæla í einhverri sársaukafullri fæðingu, vill bara klára þetta og komast aftur í sitt eðlilega ástand.
'Eg minnkaði við mig vinnuna, hætti alltaf kl 14 núna en ég er líka að spá í að fara að hætta þessu bara enda ekki nema 10 dagar til stefnu.
Hitti ljósuna í morgun og alt var í mjög góðu standi en hún segir alveg komin tíma á að fara að hvíla sig og sína, fara í sund og dekra soldið við sig. Hlýði því eflaust von bráðar, helst bara í þessari viku ætla ég að óska eftir að hætta.

Fórum á Ölstofuna í "hitting" í afmælið hans Héðins (daginn fyrir reyndar) mjög gaman. Frábært að hitta fólk og fá smá nasaþef af 101 svæðinu... Við sveitalubbarnir ;o)

Get ekki beðið eftir að sjá litla prinsinn....

Heiða breiða