<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 27, 2004
Sælar!

Til hamingju með daginn á miðvikudaginn elsku Una buna. Kærar kveðjur líka frá mínum heittelskaða!

Af okkur er allt fínt að frétta. Kíktum í kaffi til skötuhjúanna Hildar og Gumma í gærkvöldi, mjög notaleg kvöldstund og frábært að sjá hvað þau hafa afrekað mikið!!! VÁ! Æðisleg íbúðin þeirra. Hildur, þrátt fyrir að vera nánast komin á síðasta dag, týndi fram þvílíku kræsingarnar að við ætluðum varla að koma okkur heim. Strákarnir töluðu ennþá um veislukaffið þegar heim var komið, allt svo ljómandi gott, enda ekki við öðru að búast ;o)

Sáum framan í þórhildi á meðan hún var á landinu, JiBBÍ! ekkert smá gaman að fá að sjá hana. Matta, Þórhildur og Hildur komu nefninlega til okkar í bollukaffi í Kjarrhólmann á Bolludaginn. Matta hafði heimtað tertu líka ásamt bollunum svo ég sat sveitt og hamaðist við að baka áður en þau komu en svo kláraði Matta ekki einu sinni tertuna sína!!! Hafið þið vitað annan eins dónaskap! ;o)
Alltaf jafn gaman að fá fólk í heimsókn, tala nú ekki um svona skemmtilegt fólk.

Ég minnka við mig vinnuna frá og með mánudeginum næsta, hætti þá alltaf kl 14.00, alveg komin tími á það. (Matta ég skal baka og baka og setja í frysti svo ég eigi alltaf eitthvað þegar þú kemur ;o)
Maður er orðin ansi þungur á sér eitthvað og á orðið soldið erftitt með svefn.
Annars er allt svona nokkurnveginn að verða komið á sinn stað varðandi komu barnsins þannig að ég sit bara og rembist við að ljúka þessari blessuðu peysu sem ég byrjaði á fyrir mánuðUM síðan! úff, ekkert smá smátt garn, prjónar og allt saman, tekur engan smá tíma.
Mútta lumaði á hrúgu af fötum sem hún er auðvitað búin að þvo og strauja og koma til mín en það voru bara föt í hlutlausum litum. Nóg er svo auðvitað til af kjólunum ef þetta verður stúlkubarn. Bara til stelpuföt í Fenjum.

Ef einhver ykkar er að vandræðast með sig eftir kl 2 á næstu dögum, þá endilega kíkkið á mig í kaffi ;o)

Sjáumst
Heiða