<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 17, 2004
Þórhildur kemur 20. febrúar til landsins og jú, það væri æði að hittast meðan hún er hér á landinu, væri til í að sjá hana. Ég verð að segja ykkur hvað ég er með mikla óléttuþoku núna. Eftir brjálaðan sunnudag að undirbúa komu barnsins þaut ég í að baka bollur, sem bæ the way annað hvort voru flatar og litlar (ekki bollur fyrir fimm aura) eða brunnu (kolamolar sem fóru í ruslið). Eftir að hafa brennt nokkrar uppskriftir,hellt niður Royal búðing á gólfið og í skúffur, misst hveitipoka á gólfið og fleira gerðu kallarnir mínir mér þvílíkan greiða að borða e-ð af svokölluðu bollunum til að ég stæði ekki eftir grenjandi af reiði. Ég fór svo á Grensás í dag að ná mér TNS tæki fyrir fæðinguna og Ásþór (bekkjabróðir sem kíkti á mig þegar ég var að baka) spurði mig hvort ég væri alveg að missa mig í hreiðurgerðinni og fyrir hvað ég hefði verið að baka. Ég tilkynnti stolt að ég hefði verið að baka fyrir bolludaginn. Þá upphófst þvílíkur hlátur í eldhúsinu þar sem allir sjúkraþjálfararnir voru að borða og mér tilkynnt að bolludagurinn er eftir viku. he he. Ennnnnnn ég fór í bakarí á sunnudaginn og þar var verið að selja þvílíkt mikið af bollum og bolluvöndum...ég meina kom on. Ég er um það bil tilbúin fyrir fæðingadeildina, herbergið er að verða tilbúið (parket komið á gólf og rafmagnið í lagi). Svenni bróðir vígði herbergið í gær. Vaggan er komin upp og ég er búin að búa um barnið í henni.....ógeð spennandi. Er búin að setja met í straujun á fötum (meirihlutinn blá föt frá Steinunni,,,þarf að finna mér e-r stelpuföt líka). Þannig að næst þegar ég fæ svona slæma verki þarf ég ekki að eyða klukkutíma í samningaviðræður við barnið um að koma ekki alveg strax i heiminn,, er tilbúin að takast á við þetta :o). Endilega verum í bandi varðandi Þórhildarkomu
Bæjó Hildur