<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 18, 2004
Jæja skutlur....
kannski kominn tími á að maður skili inn nokkrum línum : )
Maður fer nú reglulega inn á bloggið til að fylgjast með en er nú heldur latur við að skrifa sjálfur...
Well, af mér er nú allt gott að frétta, er bara heldur róleg í augnablikinu... á reyndar að vera að undirbúa mig undir próf sem ég þarf að taka í byrjun mars en ligg eins og skata í því að lesa Frankenstein í staðinn... ; ) Var í prófum fram til enda janúar, fór svo reyndar til spánar í viku til að hitta mömmu og systur hennar mömmu, var eiginlega nokkurs konar skyndiákvörðun (fann 14.000 Kr tilboð á netinu) en ég sé nú ekki eftir því... þurfti algjörlega á því að halda að komast aðeins í burtu og breyta um umhverfi... Æi, frábært að Þórhildur sé að koma heim, leiðinlegt að ég fari alltaf á mis við hana.... ætli ég verði bara ekki að skella mér í heimsókn til hennar til Englands... maður getur fengið svo ódýr flugför með Ryanair á milli Salzburgar og London....
En alla vega, endilega skellið á hana tveimur fyrir mig þegar hún kemur ; )
Og gangi ykkur bumbulínunum bara rosalega vel með allt saman : )
love
Guðrún