<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 02, 2004
Helgin

Á föstudaginn komu Þráinn og Æsa til mín. Ég passaði Kötlu í smá stund og það er líklega skemmtilegasta stund sem ég hef átt í vikunni. Þetta barn er ákaflega fyndið og skemmtilegt og áður en ég áttaði mig, var ég búin að gefa henni allt í íbúðinni sem hún benti á! Ég var búin að kaupa handa henni dót og nammi, en hún leit ekki við því. Þess í stað skundaði hún heim með skrautpennann minn, styttu úr stofunni og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til þess að taka af henni sápupumpuna og tannburstahylkið hennar Hlédísar.
Ég skellti mér með Unu á Grand Rock til að hitta Þóri og Héðinn. Þar var Alma skemmtilega ásamt fleirum og við sátum þarna smá stund, eða þar til Hlédís bættist í hópinn.
Þá fórum við á Hverfisbarinn og svo á Ölstofuna og svo lá leið okkar Hlédísar á videóleigu og svo heim. Þar voru Þráinn og Æsa og við kjöftuðum og horfðum á videó fram á nótt. Ég var greinilega aðeins rakari en ég hélt, því daginn eftir, þegar ég ætlaði að skila spólunni, fór ég í ranga videóleigu og gat með engu móti munað hvar við hefðum tekið spóluna...þarna reyndi á að láta afgreiðslutöffarann halda að einhver annar hefði tekið spóluna daginn áður ;(
Þráinn iðnaðarmaðurinn minn setti upp fyrir mig hillur og gardínur svo að ég dansaði af gleði á laugardeginum. Ég fór aðeins að vinna uppi í skóla því að það eru foreldraviðtöl á morgun. Svo komu Hlédís, Snæja og Binni til mín og við horfðum á videó fram á nótt. Við Hlédís vorum að spá í að fara aðeins út, en hættum við það og sáum ekki eftir því daginn eftir.
Á sunnudeginum kíktum við Hlédís og Snædís í búðir og um kvöldið komu Vilborg, Bragi og Kristbjörn í heimsókn til mín.
Þetta var ágætis helgi.
Matta