<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 05, 2004
Fimmtudagur

Já, aftur að koma helgi og sú síðasta er nýbúin. Ekki það að ég sé að kvarta, en mér finnst tíminn líða alveg ótrúlega hratt núna þessar vikurnar. Ég hélt að ég væri búin að uppgötva nýjar taugar í sjálfri mér sem væru gerðar úr stáli og þess vegna hélt ég að ég gæti sleppt því að borða nammi og drekka gos, án þess að hafa nammidag í hverri viku. Þetta er ég búin að standast í 3 vikur, en í gær fór illa. Við Hlédís vorum að horfa á 70 mínútur að vanda þegar Auddi brá sér í gerfi Jóa Fel(...ur ekki vöðvana). Hann var að baka kornflexkökur og ég stóðst ekki mátið. Eftir miðnætti skundaði ég út í búð og keypti það sem til þarf, eftir að hafa spjallað við kornflexkökumeistara vorn í Vík. Ég hrærði í kornflexkökur á meðan Hlédís svaf, en þegar þær voru tilbúnar, langaði mig ekki vitund í þær, enda fékk ég viðbjóð á sjálfri mér, öll út í sírópi og súkkulaði...oj oj. Núna er spurningin hvort ég hafi viljastyrk til að henda þeim þegar ég kem heim!
Okkur Hésa er boðið í mat til hjónanna í Kjarrhólmanum í kvöld og ætla Hildur og Gummi að bætast í hópinn eftir matinn. Það verður gæðastund á góðu verði og hlakka ég mikið til. Á laugardaginn er svo stefnan tekin í bleikt hattastelpupartý í Hveró þar sem eflaust verða sungin nokkur lög og "sötraðir" nokkrir bjórar.
Bless í bili
Matta...eini virki bloggarinn af ömmuhópnum ;)