<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

febrúar 27, 2004
Sælar!

Til hamingju með daginn á miðvikudaginn elsku Una buna. Kærar kveðjur líka frá mínum heittelskaða!

Af okkur er allt fínt að frétta. Kíktum í kaffi til skötuhjúanna Hildar og Gumma í gærkvöldi, mjög notaleg kvöldstund og frábært að sjá hvað þau hafa afrekað mikið!!! VÁ! Æðisleg íbúðin þeirra. Hildur, þrátt fyrir að vera nánast komin á síðasta dag, týndi fram þvílíku kræsingarnar að við ætluðum varla að koma okkur heim. Strákarnir töluðu ennþá um veislukaffið þegar heim var komið, allt svo ljómandi gott, enda ekki við öðru að búast ;o)

Sáum framan í þórhildi á meðan hún var á landinu, JiBBÍ! ekkert smá gaman að fá að sjá hana. Matta, Þórhildur og Hildur komu nefninlega til okkar í bollukaffi í Kjarrhólmann á Bolludaginn. Matta hafði heimtað tertu líka ásamt bollunum svo ég sat sveitt og hamaðist við að baka áður en þau komu en svo kláraði Matta ekki einu sinni tertuna sína!!! Hafið þið vitað annan eins dónaskap! ;o)
Alltaf jafn gaman að fá fólk í heimsókn, tala nú ekki um svona skemmtilegt fólk.

Ég minnka við mig vinnuna frá og með mánudeginum næsta, hætti þá alltaf kl 14.00, alveg komin tími á það. (Matta ég skal baka og baka og setja í frysti svo ég eigi alltaf eitthvað þegar þú kemur ;o)
Maður er orðin ansi þungur á sér eitthvað og á orðið soldið erftitt með svefn.
Annars er allt svona nokkurnveginn að verða komið á sinn stað varðandi komu barnsins þannig að ég sit bara og rembist við að ljúka þessari blessuðu peysu sem ég byrjaði á fyrir mánuðUM síðan! úff, ekkert smá smátt garn, prjónar og allt saman, tekur engan smá tíma.
Mútta lumaði á hrúgu af fötum sem hún er auðvitað búin að þvo og strauja og koma til mín en það voru bara föt í hlutlausum litum. Nóg er svo auðvitað til af kjólunum ef þetta verður stúlkubarn. Bara til stelpuföt í Fenjum.

Ef einhver ykkar er að vandræðast með sig eftir kl 2 á næstu dögum, þá endilega kíkkið á mig í kaffi ;o)

Sjáumst
Heiða

febrúar 18, 2004
ok ætla að testa þetta núna.... og ekki skrifa of mikið....
er nefnilega í vandræðum með að fá það sem ég skrifa til að birtast á bloggarasíðunni.... er eiginlega búin að gefast upp fyrir löngu að reyna að skrifa eitthvað.....
ok
Test 1.2.3.

G

Jæja skutlur....
kannski kominn tími á að maður skili inn nokkrum línum : )
Maður fer nú reglulega inn á bloggið til að fylgjast með en er nú heldur latur við að skrifa sjálfur...
Well, af mér er nú allt gott að frétta, er bara heldur róleg í augnablikinu... á reyndar að vera að undirbúa mig undir próf sem ég þarf að taka í byrjun mars en ligg eins og skata í því að lesa Frankenstein í staðinn... ; ) Var í prófum fram til enda janúar, fór svo reyndar til spánar í viku til að hitta mömmu og systur hennar mömmu, var eiginlega nokkurs konar skyndiákvörðun (fann 14.000 Kr tilboð á netinu) en ég sé nú ekki eftir því... þurfti algjörlega á því að halda að komast aðeins í burtu og breyta um umhverfi... Æi, frábært að Þórhildur sé að koma heim, leiðinlegt að ég fari alltaf á mis við hana.... ætli ég verði bara ekki að skella mér í heimsókn til hennar til Englands... maður getur fengið svo ódýr flugför með Ryanair á milli Salzburgar og London....
En alla vega, endilega skellið á hana tveimur fyrir mig þegar hún kemur ; )
Og gangi ykkur bumbulínunum bara rosalega vel með allt saman : )
love
Guðrún

febrúar 17, 2004
Þórhildur kemur 20. febrúar til landsins og jú, það væri æði að hittast meðan hún er hér á landinu, væri til í að sjá hana. Ég verð að segja ykkur hvað ég er með mikla óléttuþoku núna. Eftir brjálaðan sunnudag að undirbúa komu barnsins þaut ég í að baka bollur, sem bæ the way annað hvort voru flatar og litlar (ekki bollur fyrir fimm aura) eða brunnu (kolamolar sem fóru í ruslið). Eftir að hafa brennt nokkrar uppskriftir,hellt niður Royal búðing á gólfið og í skúffur, misst hveitipoka á gólfið og fleira gerðu kallarnir mínir mér þvílíkan greiða að borða e-ð af svokölluðu bollunum til að ég stæði ekki eftir grenjandi af reiði. Ég fór svo á Grensás í dag að ná mér TNS tæki fyrir fæðinguna og Ásþór (bekkjabróðir sem kíkti á mig þegar ég var að baka) spurði mig hvort ég væri alveg að missa mig í hreiðurgerðinni og fyrir hvað ég hefði verið að baka. Ég tilkynnti stolt að ég hefði verið að baka fyrir bolludaginn. Þá upphófst þvílíkur hlátur í eldhúsinu þar sem allir sjúkraþjálfararnir voru að borða og mér tilkynnt að bolludagurinn er eftir viku. he he. Ennnnnnn ég fór í bakarí á sunnudaginn og þar var verið að selja þvílíkt mikið af bollum og bolluvöndum...ég meina kom on. Ég er um það bil tilbúin fyrir fæðingadeildina, herbergið er að verða tilbúið (parket komið á gólf og rafmagnið í lagi). Svenni bróðir vígði herbergið í gær. Vaggan er komin upp og ég er búin að búa um barnið í henni.....ógeð spennandi. Er búin að setja met í straujun á fötum (meirihlutinn blá föt frá Steinunni,,,þarf að finna mér e-r stelpuföt líka). Þannig að næst þegar ég fæ svona slæma verki þarf ég ekki að eyða klukkutíma í samningaviðræður við barnið um að koma ekki alveg strax i heiminn,, er tilbúin að takast á við þetta :o). Endilega verum í bandi varðandi Þórhildarkomu
Bæjó Hildur

Hæ pæs!

Hvað segist??
Allt í gúddí hérna hinumeginn. Ég komst því miður ekki til Hildar að hitta klúbbinn góða því ég var með einhvern vott af leiðindaflensu líklegast og gat mig hvergi hreyft vegna slappleika. Hélt fyrst að þetta væri blóðið í mér en það var allt í lagi með það, sem betur fer, svo að þetta var bara einhver leiðinda flensa sem hefur skotið upp kollinum eftir Þorrablótin og átið á mér þá....

Annars erum við búin að hafa það voða gott. Ég er svona fyrst núna farin að sofa soldið verr en vanalega, erfitt orðið að snúa sér og svoleiðis en ég reyni þá bara að hvíla mig yfir daginn. Manni er alveg farið að hlakka til þess að þessu ljúki og að maður nái eðlilegri líkamsþyngd aftur!! úff mér líður eins og hval!

GO Hildur þú ert að verða búin..... ;o)

Mútta varð fimmtug um siðustu helgi svo það var fjör á okkur þá, enduðum í mat í Perlunni öll saman á sunnudagskvöldið eftir frábæran dag, ekkert smá gaman og gott, mín var hæstánægð með sitt. Pabbi er svo fimmtugur eftir rúman mánuð! nóg að gera...
Já talandi um afmæli....
Helga til hamingju með daginn. Ég vona að Ásdís hafi komið á þig afmæliskveðjunni í béfinu sem ég sendi henni ;o) Eins gott!!
Mikið rosalega er gaman að fylgjast með þeim stöllunum á vefnum. Ég hefði SKO troðið mér með þeim ef ég hefði ekki verið í þeirri stöðu sem ég er í. 'Eg dauðöfunda þær sko af þessari upplifun.

Verð víst að vinna eitthvað.... er að kafna í pappírum...
Breiða

ps ég spyr eins og Una, hvenær var von á Þórhildi?? Verðum við ekki að reyna að hittast eitthvað á meðan hún er hér???

febrúar 16, 2004
Bloggleti

Ægilega erum við latar að blogga. Matta heldur uppi heiðri okkar. Rífum okkur nú upp á rassgatinu og reynum að uppfæra alla vega einu sinni á dag. Hvernig er það, hvenær kemur Þórhiludr amma til landsins?

Luv, Una

febrúar 15, 2004
hae ho!!
Af okkur er allt gott að fretta. Helt eg myndi rjuka á spitalann i morgun þvi eg vaknadi med thvilika samdrattaverki kl 7:00 i morgun. Mer leist ekkert a thad thar sem vid erum ekki buin ad undirbua neitt, ekki byrjud ad thvo, Gummi rakur eftir gaerkvoldid og vid tiltolulega nysofnud. Eyddi klst ad tala barnid til, semja vid thad ad koma adeins seinna. Thett gekk svo allt yfir, eg hef liklega gert adeins of mikid i gaer en thad var arshatid hja okkur i skolanum i gaer,,,,sidasta arshatidinn okkar. Eg er i skemmtinefnd, thannig ad thetta hafa verid busy dagar. Brodir minn og hljomsveitin hans var ad spila og their letu mig syngja nokkur log med theim, svo var eg tekinn upp i idolleik thar sem eg song shaking out baby og for hamforum a svidinu.....bekkurinn minn lenti i 2. saeti. Svo var eg manna seinust ut og skutladi fullt af folki heim,,,,kominn heim um 4:00 i nott. Eftir verkjakastid i morgun tok eg mig saman i andliti og thvodi fullt i dag, threif og undirbjo adeins komu barnsins. Reyndi ad baka bollur en thaer lita hraedilega ut. Jane, vid faerdum eldhusid inn i stofu og erum ad gera barna- gesta- skrifstofuherbergi ur thvi gamla,,,,,thad er mjog stort. Ekki nema von ad thu skildir ekki. Well er ad klara ad elda handa kallinum.
Luv Hildur

febrúar 09, 2004
Saumó

Við ætlum auðvitað að mæta allar (sem eru á landinu) í saumó í kvöld til Hildar, ekki satt?...Ha?

Svo vil ég bara minna á að það styttist í að Þórhildur mín komi heim og það er bara gleiðilegt. Una, ætlar þú ekki að halda upp á afmælið þitt þá, hvernig er það?
Líst vel á það

Matta

Hæ hó allar saman
Er að reyna að koma mér í gang eftir helgina. Helga mín til hamingju með afmælið í gær, heyrist þið hafa skemmt ykkur vel miðað við líðan hjá Ásdísi. Þetta er sannkölluð ævintýraferð hjá ykkur dömur. Það var nóg að gera um helgina hjá okkur skötuhjúunum. Á föstudag mokaði ég hlaðið, þreif íbúðina hátt og lágt, skipti á rúmum og þvoði milljón vélar. Svo málaði ég gamla eldhúsið aftur 2. umferð. Ætluðum að reyna að parketleggja um helgina en það heppnaðist ekki alveg. Á laugardag unnum við svo meira í gamla eldhúsinu, ég passaði fyrir vinkonu mína og fékk svo 8 manns í mat um kvöldið. Í gær fór ég svo með neyðartöskuna heim til mömmu þar sem sú gamla fór í bakinu, gat sig hvergi hreyft en hún er að fara til Kanarý á morgun þannig að ég reyndi að gera e-ð fyrir hana með tækjum og tólum. Hún sér nú fram á að þola 6 tíma flug. Við héldum upp á afmælið hennar í gær, við Steinunn fórum með veitingar með okkur austur en hún á afmæli í dag. Í gærkvöldi fékk ég loksins Gumma að spá aðeins í nöfn á barnið okkar he he ætlaði ekki að gefa sig. Í dag ætla ég að reyna að koma nýja leiðbeinanda mínum inn í ritgerðina mína en ég er strand í tölfræðiútreikningunum eftir viku vinnu í þeim. Vona að ég komist af stað aftur í dag. Well, saumó í kvöld, hlakka mikið til að sjá trínin ykkar hér í Skálaheiðinni. Dagný kemur kannski = toppmæting. Sjáumst hressar í kvöld
Luv Hildur Kristín

Held mer lidi ekki sem allra best. Var dalitid akof i ad fagna afmaeli Helgu i gaerkvoldi. Khao San Road, kokkteilar a 100 kr. og storir bjorar a e-d minna er ekki gaefulegt. A.m.k. ekki svona daginn eftir. Keypti handa afmaelisbarninu risaheliumblodru, graena i stil vid bolinn hennar, og Helga drusladist med hana bundna um ulnlidinn godan part kvoldsins. Svo keypti eg mer rauda sko, en tad var eiginlega Helgu ad kenna. Gaman ad tessu.

Fis

febrúar 06, 2004
Í gær...

var alveg splendid kvöld. Það er alltaf gott að koma til hjónanna okkar og það var engin undantekning í gær. Hildur og Heiða drápu okkur ekkert með barnatali, gerðu okkur bara ennþá ákveðnari í að fara að drífa í þessu sjálf. Héðinn bað mín og ég tók honum fúslega, enda konan mín fjarri góðu gamni. Við fengum ljúffengan mat, vín og eftirrétt svo við ultum út rétt fyrir miðnætti. Þaðan fórum við svo í jólasnjónum niðrá Ölstofu til að kíkja á Fabio sem var að vinna sínu fyrstu vakt. Þar var stutt stopp og svo rukum við heim á leið, enda strembinn dagur framundan.
Hlakka til klúbbsins á mánudagskvöld.
Matta

Voða notó kvöldstund í Kjarrhólmanum í gær. Alltaf gaman að fá svona skemmtilegt fólk í heimsókn ;o) vona bara að þau hafi líka notið sín. Það lá auðvitað mikið vel á liðinu og mikið rætt... Vona að við Hildur höfum ekki gert útaf við einhleypingana í barnatali.. en Héðinn ætlaði víst að sjá til þess að Matta myndi fara að "bólgna" mjög fljótlega og víst gifting í vændum þar líka. Ekki slæmt !! Vona bara að mér verði boðið...
Allavega... þá erum svona nánast LOKSINS orðin "gesthæf" í nýju íbúðinni og getum farið að hefja matarboðin að nýju, mikið glöð með það, þetta er nefninlega SVO gaman.
Við hjónin og viðhaldið stefnum svo á Laugarvatnið góða í kvöld þar sem eitt skemmtilegasta þorrablót landsins verður haldið á laugardagskvöldið. Ég er á þorrablóti hér í vinnunni í kvöld og svo á Laugarvatni á laugardagskvöldið og hlakka ekkert SMÁ mikið til, endalaus gleði alveg ;o) Það koma nefninlega ALLIR (í heimi) á þorrablótið í Laugardalnum á morgun.... ljóskurnar fjórar, (Halla að fara að detta í það...gæti orðið eitthvað skrautlegt..) og svo Eyjó, Torfi og allt gengið. Þetta verður vonandi æði gaman.
Læt ykkur vita hvernig fer.
Sjáumst í saumó á mánudaginn í Skálaheiðinni.
Knús
Breiða

ps. alltaf með heitt á könnunni í Kjarrhólmanum ef þið eigið leið hjá ;o)

febrúar 05, 2004
Fimmtudagur

Já, aftur að koma helgi og sú síðasta er nýbúin. Ekki það að ég sé að kvarta, en mér finnst tíminn líða alveg ótrúlega hratt núna þessar vikurnar. Ég hélt að ég væri búin að uppgötva nýjar taugar í sjálfri mér sem væru gerðar úr stáli og þess vegna hélt ég að ég gæti sleppt því að borða nammi og drekka gos, án þess að hafa nammidag í hverri viku. Þetta er ég búin að standast í 3 vikur, en í gær fór illa. Við Hlédís vorum að horfa á 70 mínútur að vanda þegar Auddi brá sér í gerfi Jóa Fel(...ur ekki vöðvana). Hann var að baka kornflexkökur og ég stóðst ekki mátið. Eftir miðnætti skundaði ég út í búð og keypti það sem til þarf, eftir að hafa spjallað við kornflexkökumeistara vorn í Vík. Ég hrærði í kornflexkökur á meðan Hlédís svaf, en þegar þær voru tilbúnar, langaði mig ekki vitund í þær, enda fékk ég viðbjóð á sjálfri mér, öll út í sírópi og súkkulaði...oj oj. Núna er spurningin hvort ég hafi viljastyrk til að henda þeim þegar ég kem heim!
Okkur Hésa er boðið í mat til hjónanna í Kjarrhólmanum í kvöld og ætla Hildur og Gummi að bætast í hópinn eftir matinn. Það verður gæðastund á góðu verði og hlakka ég mikið til. Á laugardaginn er svo stefnan tekin í bleikt hattastelpupartý í Hveró þar sem eflaust verða sungin nokkur lög og "sötraðir" nokkrir bjórar.
Bless í bili
Matta...eini virki bloggarinn af ömmuhópnum ;)

febrúar 02, 2004
Helgin

Á föstudaginn komu Þráinn og Æsa til mín. Ég passaði Kötlu í smá stund og það er líklega skemmtilegasta stund sem ég hef átt í vikunni. Þetta barn er ákaflega fyndið og skemmtilegt og áður en ég áttaði mig, var ég búin að gefa henni allt í íbúðinni sem hún benti á! Ég var búin að kaupa handa henni dót og nammi, en hún leit ekki við því. Þess í stað skundaði hún heim með skrautpennann minn, styttu úr stofunni og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til þess að taka af henni sápupumpuna og tannburstahylkið hennar Hlédísar.
Ég skellti mér með Unu á Grand Rock til að hitta Þóri og Héðinn. Þar var Alma skemmtilega ásamt fleirum og við sátum þarna smá stund, eða þar til Hlédís bættist í hópinn.
Þá fórum við á Hverfisbarinn og svo á Ölstofuna og svo lá leið okkar Hlédísar á videóleigu og svo heim. Þar voru Þráinn og Æsa og við kjöftuðum og horfðum á videó fram á nótt. Ég var greinilega aðeins rakari en ég hélt, því daginn eftir, þegar ég ætlaði að skila spólunni, fór ég í ranga videóleigu og gat með engu móti munað hvar við hefðum tekið spóluna...þarna reyndi á að láta afgreiðslutöffarann halda að einhver annar hefði tekið spóluna daginn áður ;(
Þráinn iðnaðarmaðurinn minn setti upp fyrir mig hillur og gardínur svo að ég dansaði af gleði á laugardeginum. Ég fór aðeins að vinna uppi í skóla því að það eru foreldraviðtöl á morgun. Svo komu Hlédís, Snæja og Binni til mín og við horfðum á videó fram á nótt. Við Hlédís vorum að spá í að fara aðeins út, en hættum við það og sáum ekki eftir því daginn eftir.
Á sunnudeginum kíktum við Hlédís og Snædís í búðir og um kvöldið komu Vilborg, Bragi og Kristbjörn í heimsókn til mín.
Þetta var ágætis helgi.
Matta

febrúar 01, 2004
Ókey, he ég er búin að ná þessu. Skrollað aðeins lengra niður og fann nýjustu fréttir he. Jú, Heiða við erum á foreldranámskeiði en það er stutt og laggott námskeið sem ljósmóðir mín er að halda. Mætum í 4 skipti 2 x í viku. Erum búin að mæta tvisvar og í þeim tímum var farið m.a. upp á fæðingagang og horft á fæðingar á videoi. Víðir bróðir Torfa og konan hans eru með okkur á námskeiðinu. Ég er eiginlega ekki að læra neitt nýtt á þessu námskeiði þar sem Arnar Hauks kvensjúkdóma og fæðingalæknir var að kenna mér þetta allt saman á síðustu önn. En Gumma finnst þetta mjög fræðandi því ekki er ég að deila með honum því sem ég er að læra he he. Barnið er búið að fastskorða sig og tilbúið að koma í heiminn þannig að ég verð víst að fara mér hægt ef ég ætla ekki að eiga fyrir tímann. Þarf að stytta gönguferðirnar úr klst í 30 mín :0) he. Matta mín, þér er óhætt að kíkja á mig hvenær sem er ef þú ert lonly. Það þarf ekki að vera tilefni eins og saumó og það þarf ekki að taka fólk með sér. Ég var að spá í að hóa ykkur saman hér í þessari eða næstu viku svo ég fái saumó áður en ég fer upp á fæðingagang. Hvernig lýst ykkur á það? Þórhildur það væri rosa gaman að sjá þig þegar þú kemur, kannski elti ég þig uppi ef þú getur ekki kíkt. Við Gummi erum búin að taka góða rispu í íbúðinni á ný. Búin að undirbúa parketlögn og mála einu sinni yfir ljótu veggina (þurftum að múra spaslinu frá gólfi að lofti, þvílíkt ógeð). Ætlum að reyna að klára herbergið fyrir fæðingu svo öll rykvinna sé búin. Ég væri rosalega til í að heyra e-ð frá asíuförunum. Well heyrumst og látið mig vita hvernig ykkur líst á saumó. En Matta ég vil ekki taka þetta úr þínum höndum ef þú varst búin að ákveða eitthvað. Er alltaf á bloggernum, getur náð í mig þar
Luv Hildur

Ég er búin að vera skrifa og skrifa inn á bloggið og ekkert kemur. Hér fyrir neðan, er þetta bilað. Hvað var bloggið þeirra Ásdísar og Helgu?
Kv. Hildur Kristín