<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 23, 2004
Tár, vonbrigði og strigaskór

Mikið ofboðslega varð ég svekkt yfir leiknum í gær. Ég var í símasambandi við mömmu sem er skemmtilegasti samáhorfandinn sem maður getur haft yfir handboltaleikjum, hugsanlega fyrir utan Ásdísi mína :)
Ég kom mér fyrir í sófanum og fann hvernig spennan náði fram í fingurgóma og hlakkaði til að lifa mig inn í leikinn eins og undanfarin ár þegar "strákarnir okkar" eru annars vegar.
Leikurinn byrjaði vel, ekkert mark fyrstu 3 mínúturnar og Íslendingarnir komu með fyrsta markið. Slovenar komu með mark á þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum og liðin voru frekar jöfn framanaf en þegar þau höfðu gert jafntefli 22-22, stungu Slovenar okkur af og héldu forystu út leikinn. (Þessi lýsing er fyrir Ásdísi, var búin að lofa að lýsa fyrir henni leikjunum á EM) Auminga Guðmundur Hrafnkells sem aðeins hafði óskað sér sigurs í 39 ára afmælisgjöf :(
Ég var svo svekkt að ég hefndi mín fyrir tapið með því að sofna í sófanum eftir leikinn.
Þegar ég vaknaði var Evan í Jóa milljónamæringi búinn að velja Zolu, sem ég hélt með og þau búin að fá milljón til að eyða saman í hamingju það sem eftir er ævinnar...amen.
Ég skreið upp í rúm og sofnaði þá þar til morguns.

Helgin verður ca svona: Fara yfir próf, búa til próf, fara yfir próf, taka til, fara yfir próf, kíkja austur til að fá mömmu til að hjálpa mér að fara yfir próf, öfunda Hlédísi að vera á Akureyri á snjóbretti, fara yfir próf, sofa, borða og hugsa alvarlega um það, af hverju ég ákvað að verða kennari :)

Ég hugsa mikið til ykkar bumbulínurnar mínar og stefni ótrauð á Kópavogsrúnt með Hésa áður en langt um líður, þrátt fyrir að síðasti Kópavogsrúnturinn hefði bara enst upp í Breiðholt og niður í bæ.

Knús
Matta