<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 16, 2004
Takk Heiða mín...

...fyrir hughreystinguna. Það er gott að eiga góða að þegar á reynir. Við Héðinn og Hildur stefnum fljótlega á Kjarrhólmann ef það passar ykkur, við erum svo spennt að sjá kúluna og nýju íbúðina.
Ég hélt að ég myndi deyja í gær! Ég er búin að vera kvefuð með hálsbólgu, en ekkert alvarlegt. Svo fór ég í vinnuna í gær og þegar ég kom heim aftur, sofnaði ég í sófanum (ekkert óeðlilegt við það...hins vegar er óeðlilegt að finnast girnilegra að borða kaldar brauðstangir og ná að horfa á Leiðarljós, en að borða eitthvað nýtt og betra en missa þá af Leiðarljósi...!). Þegar ég vaknaði, 2 1/2 tíma eftir að ég ætlaði að vakna, var ég með eyrnabólgu dauðans! Ég hafði ætlað til Júlíu og hlakkaði til að hitta elskuna mína, en nú hélt ég að ég væri að deyja. Þegar ég var búin að þjást í hljóði í klst. hringdi ég grátandi í Júlíu þar sem ég hélt að þetta væri mitt síðasta. Þetta var verra en að fæða broddgölt með hamrinum, steðjanu og ístaðinu..úfff. Eftir að hafa uppgötvað að ég á engar verkjatöflur, hitapoka eða hitamæli, fór ég í apótekið og fjárfesti í slíku. Ég hélt þá virkilega að raunum mínum væri lokið, en því var nú ekki að heilsa. Játning hins sigraða lá nú fyrir og ég skundaði hágrátandi með sprungna hljóðhimnu á læknavaktina þar sem ég fékk sýklalyf (þar fór drykkja helgarinnar fyrir lítið, kannski var þetta bara leið Bakkusar til að grípa í taumana). Ég fékk vorkunnaraugnaráð frá afgreiðslustelpunni þegar ég spurði hana hvíslandi milli ekkasoganna hvora gelluna Jói (Evan) milljónamæringur hefði valið í samnefndum þætti. Sumum er ekki viðbjargandi!
En núna er ég skárri en þó óska ég ekki mínum verstu óvinum (sem sagt öllum 12 ára börnum í Rvk...;) að lenda í þessu.
Knús
Matta

-Ég hélt að Þórhildur væri elsta eyrnabarn á Íslandi (þegar hún fékk rörin) en kannski næ ég að slá hana út!