<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 26, 2004
Helgin

"Skúra, skrúbba og bóna" voru kjörorð helgarinnar, því ég skrúbbaði íbúðina mína hátt og lágt á föstudaginn og fyrripart laugardags. Ég gerði hlé á skrúbbinu til að fara á listakynningu Röskvu sem var frábær í alla staði og bara gaman að því.
Glöggir lesendur taka líklega eftir því að ég blogga ekkert um leikinn á móti Ungverjum sem fram fór seinnipartinn á föstudag, en það er af ásettu ráði því að flestir vita líklega hvernig hann fór, meir að segja hin nýáhugalausa um handboltaásdís!
Þráinn gisti hjá mér og við spjölluðum fram á nótt í hálf hreinni íbúð. Á laugardaginn kláraði ég tiltektina og renndi svo austur til mömmu og pabba sem tóku vel á móti mér að vanda. Ég heimsótti afa tvisvar, fór í stórhættulega fjallgöngu með mömmu, þar sem við lentum í sjálfheldu, fór yfir próf eins og vindurinn og horfði svo á þann sorglegasta leik sem um getur með mömmu þar sem við skiptumst á að grúfa okkur undir teppi, æða fram, elda mat og á endanum litaði ég á henni augnhárin í skelfingu minni þar sem við klúðruðum enn einum leiknum.
HVAÐ Á ÉG, GRASEKKJAN ÞÁ AÐ GERA TIL AÐ STYTTA MÉR STUNDIR!!!

Knús Matta