<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 19, 2004
Helgin!

Föstudagur
Já þetta var ágætis helgi. Á föstudaginn fékk ég minn hjartkæra bróður í heimsókn, en sá hann þó mest lítið. Við Arndís fórum í búðir og kipptum svo Vilborgu með okkur til að horfa á Idolið á Hard Rock. Við héldum að við værum heppnar að fá borð en svo kom í ljós að starfsmönnunum fannst ekkert atriði að hljóðið fylgdi með myndinni og það tók þá hálfa útsendinguna að koma helv.... hljóðinu á!
Þegar það gekk var þetta náttúrulega alveg frábært, ekki síst fyrir þær sakið að Kalli sigraði svona glæsilega. Við fórum frá Hard Rock niður á Skólavörðustíg á kagganum mínum sem flaug yfir skaflana sem óðum voru að hlaðast upp...meir að segja inni í bílageymslunni í Kringlunni. Á Skólavörðustígnum var Alma ofurbomba í rokna stuði ásamt fleirum Rösk(v)um ungmennum! Ég gerði heiðarlega tilraun til að sækja Unu og félaga upp í Grafarvog þar sem þau sátu föst en þegar ég var komin á Sæbrautina, höfðu þau fengið leigubíl og voru á leið niður í bæ. Þá fórum við á Hverfisbarinn þar sem ég hitti marga góða og svo lá leið mín í knús á Ölstofuna og svo heim. Þegar ég var að komast á leiðarenda, festi ég kaggann og hélt nú að mér væri allri lokið því klukkan var fjögur, en Gummi og Lísa voru þá föst fyrir framan mig og Þráinn vakandi svo að við fórum í bílalosunarleik og kjöftuðum svo fram undir morgun.

Laugardagur
Á laugardeginum fór ég í gjafaleiðangur til að kaupa gítar fyrir Hlésí mína í afmælisgjöf. Svo var ég lengi með Arndísi og Vilborgu að borða og kjafta á Vegamótum og svo heim í snyrtingu fyrir kvöldið. Afmælið hjá Hlédísi var stórskemmtilegt. Þar fórum við í þrælgóðan drykkjuleik sem var svo sannarlega ekki leikinn í síðasta skiptið þetta kvöld. Svo fórum við Arndís í afmælið í Stjörnuheimilinu til Þórhildar stórglæsilegu, Evu og Möggu hans Fannars. Þar var margt um manninn og þvííílík stemning. Gítarar, dans a la Jón Atli skífuþeytir, og mas við alla sem ég hef ekki séð eða hef séð undanfarin 10 ár.
Þetta var bara skemmtilegt!!!
Frá Garðarbæ fórum við Titti, Karó og Fabio á Þjóðleikhúskjallarann til að hitta Hésann okkar, Þóri og fleiri. Það er alveg í þriðja skiptið sem ég fer á sam(kynhneigðasam)komu til að hitta vinahjón mín á fáeinum vikum. Þarna var mikið stuð og gleði en við þurftum frá að hverfa þegar Titti hafði verið klipinn í rassinn fjórum sinnum á karlaklósettinu og tákn hjónabandsins á baugfingrinum hafði enga merkingu fyrir vonbiðla hans!!! :)
Við skelltum okkur á Hverfisbarinn þar sem við hittum hóp af afmælisgestum ásamt fleirum og dönsuðum þar innan um ljósastrípugæjana og brjóstastelpurnar.
Eftir það fórum við á Sólon til að hitta Hlédísi og co og þar dönsuðum við þangaði til ljósin voru kveikt og okkur var ýtt dansandi út. Við Alma og e-h gæi dönsuðum niður Laugarveginn þar sem samstarfsfélagar Arndísar skutluðu okkur heim til mín. Alma fór til síns heima stuttu seinna, enda komið fram á morgun og hún komin með höfuðverk.

Sunnudagur
Við Hlédís fórum í sund þegar við vöknuðum og þaðan í mötuneytið mitt á Vegamótum. Þar skelltum við í okkur salati og köku...sem var alveg köku of mikið. Þaðan til Héðins ölstofuverta þar sem við skiptumst á slúðri og bröndurum og svo drifum við okkur heim til mín þar sem Arndís hafði sofið út, því að hún var á leið í vinnu um kvöldið. Við horfðum á Friends fram á nótt en svo tók raunveruleikinn við í morgun :(

=frábær helgi

Matta