<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 06, 2004
Heilar og sælar!

Já ég hef ekki verið manna duglegust að Blogga yfir hátíðirnar, viðurkenni það en Gleðilegt ár allar saman ;o) Takk fyrir allt gamalt og gott. Ég vona að allir hafi fengið jólakortið frá okkur skötuhjúunum á endanum en við sendum þau út á misjöfnum tíma. ÚFf þetta var enginn smá fljöldi, örugglega um 150 jólakort og eiginlega nóg annað að gera hjá okkur þá dagana heldur en að sitja og skrifa.. allavega, vona að við höfum ekki gleymt neinum.

Við náðum loksins að koma öllu draslinu yfir í Kjarrhólmann og skila Reynihvammi þannig að það er yfirstaðið en svo skelltum við bara í lás á draslið og fórum heim á Laugarvatn yfir hátíðirnar. Ég fékk frí í vinnunni og Tittti líka þannig að þetta var langt og gott frí, langþráð. Soldið skrítið að hugsa til þess að svo eigi maður bara eftir að vinna janúar, febrúar og eitthvað af mars mánuði, vonandi, ef þetta fer allt saman vel eða eins og það á að fara.

Við tútnuðum auðvitað út á jólasteikinni... úff ekkert smá gott að borða svona mikið og ég hafði ENDALAUSA matarlyst, ferlegt alveg. Ef ég hefði ekki haldið aðeins í við mig þá hefði ég örugglega ekkert komist í bæinn aftur... Svo fékk Heiða grýlukertaæði og sást til hennar í skjóli nætur undir húsveggjum hjá fólki að naga af þakskeggjunum... Núna í borginni bjarga ég mér á klaka úr frystinum í vatni sem ég bryð svo heilu kvöldin, Titti til mikillar gremju.. (hann telur mig FREKAR skrýtna..)

Núna erum við sem sagt komin í borgina, í draslið eftir dásamlegt frí og erum að vinna í því að koma okkur fyrir.

Hvernig var það náðuð þið eitthvað að hittast þarna í jólafríinu eins og til stóð?? herf ekkert heyrt af því.

1000 kossar
Heiða breiða