<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 22, 2004
Hæ hó!!
Jú, er á lífi. Hef hreinlega gleymt blogginu, er að komast inn í tölvumenninguna á ný. Sit nú heima alla daga að reyna að vinna úr mælingunum mínum. Ætla að reyna komast eins langt og ég get þar til krói lætur sjá sig. Þetta er hættulega þægilegt að vera svona heima alla daga og eitthvað sem ég hef ekki vanist. Er á fullu að reyna að narra fólk til mín í heimsókn. Bæ the way, á fullt af kökum og kræsingum ef einhver vill kíkja í kaffi. Siggi Bjarni (litli bróðir) átti afmæli í gær og fékk bílprófið. Nú rúntar hann um allan bæ á bílnum sínum, held ég sjái hann fyrst aldrei núna. Hann er alltaf úti. Við bambi höfum það mjög gott. Fór í skoðun fyrir viku síðan er búin að þyngjast um 11 kg og bumban fer stækkandi. Annars fór ljósmóðirin að hlæja þegar ég lagðist út af því hún sá hvernig barnið lá, þurft ekkert að þreifa. Það liggur mjög framalega og guð má vita að ég finn fyrir öllum litlum hreyfingum. Þetta er karatekid. Er enn að reyna að draga fólk með mér á djammið, stend fyrir vísindaferð á morgun í Bata þar sem ég var að vinna fyrir jól og verð svo með partý á eftir. Well þær sem eru enn á skerinu verið velkomnar í kaffi hvenær sem er, verð mjög ánægð að sjá ykkur ef þið gefið ykkur tíma. Munið fullt af kræsingum til fyrir utan hvað við bambi erum ótrúlega skemmtileg he he. Heyrumst síðar og vonandi í saumó sem fyrst
Luv Hildur


P.s. Ásdís sá að þú varst inni á msn um daginn og ég skrifaði og skrifaði til þín og fékk ekkert svar.....fór að gráta úr spælingi. Er einhver annar að nota msn ið þitt?