<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 14, 2004
Grasekkjan spírar í sófanum!

Jæja dömur mínar og herrar, nú er maður bara orðin grasekkja næstu 4 1/2 mánuði og ég veit hreint ekkert hvað ég á að gera af mér. Ásdís og Helga voru hérna aðfaranótt þriðjudagsins þegar þær fóru til London, til hans Haffa. Þær voru nokkuð spenntar enda útspekúlerað og langþráð ferðalag fyrir höndum. Við sátum hérna nokkrar fram á nótt, nörtuðum í osta og drukkum rauðvín á meðan við veltum ferðalaginu fyrir okkur á alla kanta með tilheyrandi köngulóarátsmani o.þ.h. Svo vöknuðum við kl 5 því að ferðalagið var hafið. Ég, sem fæ að hafa Helgu hjá mér í allt sumar og hef fengið að hafa Ásdísi hjá mér flestallar helgar síðan ég flutti, skreið á fætur, fann eitthvað handa þeim að borða og veifaði þeim svo alveg þar til bíllinn sem flutti þær á völlinn hvarf í vonskuveðrið sem gekk yfir nánast allt landið og sér ekki ennþá fyrirún endann á!! Þetta var skrítið, mér leið eins og litlu barni sem sá á eftir mömmum sínum þegar aðlögunin var búinn á leikskólanum og raunveruleikinn, án mömmu, var tekinn við. Ég sakna þeirra strax og þarf líklega að venja mig á að hringja í vinalínuna til að segja frá e-h fyndnu sem ég heyrði í skólanum, draumi sem mig dreymdi, fólki sem ég sá detta, eða skondnum sms sem ég hef fengið...eða bara upplifunum eins og þegar Sidney og Voghn kysstust loksins í Alias...! Hver tekur að sér að heyra um svona tilgangslaust þvaður þegar konurnar mínar eru farnar?!?
Ég er aðeins búin að heyra frá þeim eftir að þær komu til London þegar þær reyndu að telja mér trú um að þær væru búnar með sinn hluta veðmálsins (þær sem voru á mánud.kv. vita hvað það er)! En nú er Þórhildur hjá þeim og ætlaði líka að gista hjá Haffa í nótt skilst mér. Annars er það Bangkok hjá þeim á morgun.
Ég er ennþá lasin, fékk andstyggðar kvef og hálsbólgu og spíraði því í sófanum í gær. Fór að hugsa um það upp úr þurru hvað ég væri tilbreytingalítið efni í raunveruleikaþátt, því þegar ég er hér heima, ligg ég uppi í sófa og horfi á sjónvarpið eða í rúminu og les.
Jæja, best að fara að gera eitthvað, t.d. lesa loksins bókina sem ég er að kenna 8. bekk, landafræði fyrir unglinga 1. Ég gæti alveg verið sleipari í landafræði en ég er...gæti kannski bent á Færeyjar á korti, ekki mikið meir!!!
Við skulum ekki láta líða langt í næsta saumó!
Knús og kossar

Grasthea mattekkja