<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 28, 2004
Góðan daginn frú mín góð....

Allt í einu kom yfir mig einhver skrif andi. Hvað kom til veit ég ekki, kannski er ég bara ekki eins þreytt og venjulega.

Fínt að frétta frá Bretaveldi. Eins og fram hefur komið hitti ég Ásdísi og Helgu í London og það var alveg frábært. Talandi um þær, ég hélt að þær ætluðu í ævintýra/ferðalanga ferð en svo lítur þetta út fyrir að vera túrista holiday fyrir þær. Bleikar táneglur og bananapönnukökur. Ussusvei, þetta er náttúrulega BARA svindl. Hvað um svita og skít?

Nú má Bretinn vara sig. Ég er farin að keyra hér loksins. Af neyð að sjálfsögðu enda er ég enn á röngum vegarhelmingi! Ég er búin að fá Golf til að keyra til Altrincham og Bolton þar sem ég er orðin Training Co-ordinator. Ekki misskilja, ég er ekki búin að fá stöðuhækkun! Ég bara vinn meira! Ekki skynsamlegt ég veit en aðeins fjölbreyttara. Það gengur betur og betur með hverjum deginum, gleymi samt enn í beygjum á hvorn helminginn ég ætla mér. Svo í dag, á þriðja deginum sem ég nota bílinn þá rakst ég utan í annan bíl og braut hliðarspegilinn! Ekki hlægja, engin ykkar gæti gert betur (nema kannski Matta enda fræg fyrir að gera betur en strákarnir í safaríferðinni á Spáni).

Það getur meir en verið að ég fari að kíkja heim. Núna er stefnan á 21. febrúar og í nokkra daga. Vonandi gengur það upp. Það væri nú gaman að hitta ykkur allar og sérstaklega að sjá bumburnar á H og H.

Jæja, ég þarf að halda áfram að horfa á Peter Andre troða hausnum á sér inn í box full af snákum, köngulóm og fleiri gourmet vörum í I´m a Celebrity, Get Me Out Of Here. Ekki leiðinlegt að horfa á það...

Kossar og knús
Þórhildur