<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 06, 2004
Ég held ég hafi verið að taka inn eitur....eitrið er malaríulyf. Listinn yfir aukaverkanirnar virkar ekki beinlínis hvetjandi en þær eru margar og hver annarri hræðilegri. Árásargirni, martraðir, þunglyndi, ofskynjanir og ótti plús ótalmargir líkamlegir kvillar....spennandi. Svo er ég líka lasarus og hálfræfilsleg þessa stundina. Stífluð með stöðugt nefrennsli og hellu fyrir eyrunum....bjarta hliðin er hinsvegar sú að bragðskynið er enn í lagi þannig að ég get nartað í konfekt og sörur að vild ;) Og og og, í dag er aðeins vika í ferð. Raunar, nákvæmlega eftir viku verðum við Helga komnar til London!! Þórhildur ætlar að koma og hitta okkur og það verður frábært, hlakka mikið til að sjá þig skvís :) Ferðaundirbúningur gengur annars ágætlega, mér finnst ég reyndar eiga eftir að gera skrilljón hluti en þannig er það nú bara, alltaf á síðustu stundu....

Kvefdís þó með átívafi