<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 04, 2004
Ég er búin að komast að því að við erum glötuðustu bloggarar fyrr og síðar! Þeir sem eru einir með blogg eru margfallt duglegri að blogga en við sem erum hva..... 10 með eina litla bloggsíðu skamm skamm.
Ég var víst búin að óska öllum gleðilegs nýs árs. Ég gleymdi aftur á móti að segja frá áramótapartýinu hinu ÓGURLEGA hjá skemmtanadýrinu henni Möttu. Ætlaði reyndar að láta Möttu um að segja frá því þar sem hún er miklu betri í að segja frá en ég. Í stuttu máli þá byrjaði partýið mjög rólega og endaði MJÖG órólega..... Einn meig út um gluggann hennar Möttu, annar eyðilagði handfrjálsa heimilissímann hennar sá þriðji "sofnaði" undir rúminu hennar í lopapeysunni hennar Æsu með úrið hennar Möttu sá fjórði móðgaði flesta sem í partýinu voru. Svo til að toppa allt saman þá kviknaði í sófanum hennar Möttu og tveimur jökkum sem tveir huggulegir og ungir drengir áttu. Partyið stóð til að verða 9 en sú sem þetta skrifar ásamt verðandi ferðafélaga fengu gistingu hjá Gumma og Lísu í næsta stigagangi kl. 7, takk takk takk fyrir gistinguna. Þetta var þrátt fyrir allt mjög skemmtilegt party, a.m.k. skemmti ég mér mjög vel :)
verð að fara
bæ í bili
Helga