<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 27, 2004
Bíó, ís og Gróttuferð

Ótrúlegt hvað það munar miklu að fara snemma að sofa, eða að sofa út á morgnana! Ég þarf ekki að mæta í vinnuna fyrr en kl. 9:30 á mánudagsmorgnum þannig að ég var þvílíkt útsofin í gærmorgun. Það hafði þau áhrif að ég var eiturhress á kaffihúsi með Júlíu Gúlíu, verslaði, fór heim og blandaði mér ávaxtadrykk, fór út að labba við sjóinn með öldurnar skellandi á mér, horfði á Giselle rekna úr America´s next top model, skellti mér úr íþróttagallanum og upp á fréttastofu til Hárliða, í Ásgarðinn til að ná í Dísirnar mínar og í bíó...5 mínútum of seint. Merkilegt hvað maður getur alltaf verið aaaaðeins of seinn í bíó. Ég vel mér stundum líklegasta sessunautinn til að segja mér hvað hefur gerst þegar ég sest inn í myrkrið og það er akkúrat búið að myrða aðalpersónuna og ég sit í salnum, týnd og ráðvillt í söguþræðinum!!!
Mér finnst ótrúlegt hvað íslendingar geta alltaf gert sorglegar snjóflóðamyndir. Ég var nú samt líklega sú eina sem ekki vatnaði músum yfir myndinni, en í stað þess kom ég með meinlegar athugasemdir á samferðamenn mína í bílnum eftir bíóið, til að létta sorginni af hjarta mér!
Besta leiðin til að láta sér líða vel um stundarsakir en svo enn verr eftir hálftíma er að fá sér ís eftir svona sorgarmynd. Það gerðum við og fórum svo á rúntinn sem var sérhannaður með það í huga að bæta S-i fyrir framan auglýsingarskilti og verslunarnöfn. Skólavörðustígurinn er tilvalinn (S-Mekka brandarans) því að þar er Mokka og hvað er fyndnara en að setja S-þar fyrir framan (kemst alveg þar sem Svínbarinn, Svegamót, Svitastígur, Sadam ofl. eru)
Svo fórum við í Gróttuferð til að kela eins og megin þorri íslendinga, en lítið var um kelerí og kossa því að við fórum að ræða um lífið í vitanum og drauma okkar og væntingar til vitarómantíkarinnar (setjiði S-þar fyrir framan!!).
Nú var liðið langt fram á næsta dag og tími til kominn að halda heim eftir þrælgott kvöld...þarna sjáiði bara hvað það borgar sig að sofa út, eða fara snemma að sofa!!

Matta