<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 05, 2004
Aftur til raunveruleikans...

Hæ allar saman.
Ég er komin aftur til vinnu eftir mjög svo letilegt jólafrí. Það er óhætt að segja að ég hafi notað videóið sem ég fékk í jólagjöf, alveg fyrir árið. Það komu dagar þar sem við frænkurnar +/- aðrir stóðum ekki upp frá videóglápi dögum saman. Við horfðum meir að segja á flugeldasýningu dauðans frá svölunum mínum, vafðar inn í sængur í staðinn fyrir að koma okkur vel fyrir í Öskjuhlíðinni eins og aðrir íslendingar.
Við hjónin og Arndís fórum á LOTR í gær, sem varð til þess að ég var andvaka í nótt af ótta við að eitthvað myndi henda Fróða hringbera og flogaði reglulega upp úr rúminu í takt við rakettuhvellina í hverfinu mínu. Ég vorkenndi mér aðeins að þurfa að koma mér upp úr hlýju og sótthreinsuðu (eftir árámótahreingerninguna) :/ rúmi í morgun (er búin að skipta um teygjulak í svefnherbergisglugganum, svart í staðinn fyrir bleikt), sem gerir það að verkum að nú er alltaf nótt í Möttuholu. Svo þegar leið á daginn fór mér að líða bara ágætlega að vera komin aftur í rútínuna og hlakka til að sjá villingana mína á morgun.
Er núna að reyna að koma skipulagi á ljósritaðar hrúgur hér og þar um kennslustofuna og því ætla ég að hætta bulli í bili.
Knús
Matta