<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

janúar 30, 2004
Gleði gleði gleði, gleði líf mitt er

...Þórhildur, ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá þig. Ég er í vetrarfríi á þessum tíma, vinn á föstudeginum 20. feb, en ekki aftur fyrr en fimmtudaginn 26.
Vei vei vei
Matta

janúar 29, 2004
er buin ad boka. kem 20. feb og fer aftur ut 26. feb. hlakka til - mikid.
thorhildur

janúar 28, 2004
Góðan daginn frú mín góð....

Allt í einu kom yfir mig einhver skrif andi. Hvað kom til veit ég ekki, kannski er ég bara ekki eins þreytt og venjulega.

Fínt að frétta frá Bretaveldi. Eins og fram hefur komið hitti ég Ásdísi og Helgu í London og það var alveg frábært. Talandi um þær, ég hélt að þær ætluðu í ævintýra/ferðalanga ferð en svo lítur þetta út fyrir að vera túrista holiday fyrir þær. Bleikar táneglur og bananapönnukökur. Ussusvei, þetta er náttúrulega BARA svindl. Hvað um svita og skít?

Nú má Bretinn vara sig. Ég er farin að keyra hér loksins. Af neyð að sjálfsögðu enda er ég enn á röngum vegarhelmingi! Ég er búin að fá Golf til að keyra til Altrincham og Bolton þar sem ég er orðin Training Co-ordinator. Ekki misskilja, ég er ekki búin að fá stöðuhækkun! Ég bara vinn meira! Ekki skynsamlegt ég veit en aðeins fjölbreyttara. Það gengur betur og betur með hverjum deginum, gleymi samt enn í beygjum á hvorn helminginn ég ætla mér. Svo í dag, á þriðja deginum sem ég nota bílinn þá rakst ég utan í annan bíl og braut hliðarspegilinn! Ekki hlægja, engin ykkar gæti gert betur (nema kannski Matta enda fræg fyrir að gera betur en strákarnir í safaríferðinni á Spáni).

Það getur meir en verið að ég fari að kíkja heim. Núna er stefnan á 21. febrúar og í nokkra daga. Vonandi gengur það upp. Það væri nú gaman að hitta ykkur allar og sérstaklega að sjá bumburnar á H og H.

Jæja, ég þarf að halda áfram að horfa á Peter Andre troða hausnum á sér inn í box full af snákum, köngulóm og fleiri gourmet vörum í I´m a Celebrity, Get Me Out Of Here. Ekki leiðinlegt að horfa á það...

Kossar og knús
Þórhildur

Fyrir Heiðu og Hildi...

Par á besta aldri á von á barni og eru á undirbúningsnámskeiði fyrir fæðinguna þar sem verið er að kenna rétta öndun og slíkt.

"Dömur mínar," segir kennarinn, "hreyfing er holl fyrir ykkur. Göngutúrar eru sérlega góðir. Og herrar mínir, þið ættuð að gefa ykkur tíma til að fara út að labba með konunum ykkar."

Alger þögn ríkir í smástund, þar til einn karlanna réttir upp hönd.

"Já?" spyr kennarinn.

"Er í lagi að hún dragi golftösku á meðan við göngum?"

Knús

janúar 27, 2004
Hei hó!

Langt síðan ég hef kíkt hér inn og mér sýnist grasekkjan LANG-duglegust að blogga.... Fabio var nú bara að segja okkur fyrst í gær að hann hafði heyrt í þér Matta mín. Þið ætluðuð að greinilega að gera heiðarlega tilraun að Kópavogsrúnti sem hefur eitthvað klikkað... Fabio steingleymdi að segja okkur þetta en við skötuhjúin vorum víst á foreldranámskeiðinu góða ;o)
Hildur eruð þið ekki í neinu svoleiðis???
Þetta er rosa fínt. Við erum hjá Magna Mater, alveg hæstánægð með hana Hrefnu ljósmóðir sem veit sko bara allt held ég sem við kemur mömmum, pöbbum, meðgöngu, fæðingu og alles. Hún er hreint ótrúleg og kann ekkert smá vel á allt saman. Hlakka mikið til að fara næsta miðvikudag. (erum alltaf á miðvikudögum, ekki heima þá..)

Verð einmitt endilega að fara að kíkja á Hildi og family á nýja staðinn... þetta gengur ekki. Það er bara alltaf eins og maður nái að plana hjá sér hvert einasta seinasta kvöld frammí tímann. Ég er alveg ferleg með þetta.. og svo erum við ENNNNNN að klára að koma okkur fyrir. Mér líður eins og versta harðstjóra heima með kallana mína 2 en það er víst sagt að konur fái svona "hreiður feeling" ég vil vera BÚIN að öllu og koma okkur fyrir þegar nær dregur fæðingardegi, vill geta slakað á og hvílt kroppinn fyrir stundina stóru í stað þess að vera á haus alla daga.

Hvernig var aftur bloggið hjá Asíiuförunum?? hefur eitthvað heyrst frá þeim????

kossar og knús
Heiða

Bíó, ís og Gróttuferð

Ótrúlegt hvað það munar miklu að fara snemma að sofa, eða að sofa út á morgnana! Ég þarf ekki að mæta í vinnuna fyrr en kl. 9:30 á mánudagsmorgnum þannig að ég var þvílíkt útsofin í gærmorgun. Það hafði þau áhrif að ég var eiturhress á kaffihúsi með Júlíu Gúlíu, verslaði, fór heim og blandaði mér ávaxtadrykk, fór út að labba við sjóinn með öldurnar skellandi á mér, horfði á Giselle rekna úr America´s next top model, skellti mér úr íþróttagallanum og upp á fréttastofu til Hárliða, í Ásgarðinn til að ná í Dísirnar mínar og í bíó...5 mínútum of seint. Merkilegt hvað maður getur alltaf verið aaaaðeins of seinn í bíó. Ég vel mér stundum líklegasta sessunautinn til að segja mér hvað hefur gerst þegar ég sest inn í myrkrið og það er akkúrat búið að myrða aðalpersónuna og ég sit í salnum, týnd og ráðvillt í söguþræðinum!!!
Mér finnst ótrúlegt hvað íslendingar geta alltaf gert sorglegar snjóflóðamyndir. Ég var nú samt líklega sú eina sem ekki vatnaði músum yfir myndinni, en í stað þess kom ég með meinlegar athugasemdir á samferðamenn mína í bílnum eftir bíóið, til að létta sorginni af hjarta mér!
Besta leiðin til að láta sér líða vel um stundarsakir en svo enn verr eftir hálftíma er að fá sér ís eftir svona sorgarmynd. Það gerðum við og fórum svo á rúntinn sem var sérhannaður með það í huga að bæta S-i fyrir framan auglýsingarskilti og verslunarnöfn. Skólavörðustígurinn er tilvalinn (S-Mekka brandarans) því að þar er Mokka og hvað er fyndnara en að setja S-þar fyrir framan (kemst alveg þar sem Svínbarinn, Svegamót, Svitastígur, Sadam ofl. eru)
Svo fórum við í Gróttuferð til að kela eins og megin þorri íslendinga, en lítið var um kelerí og kossa því að við fórum að ræða um lífið í vitanum og drauma okkar og væntingar til vitarómantíkarinnar (setjiði S-þar fyrir framan!!).
Nú var liðið langt fram á næsta dag og tími til kominn að halda heim eftir þrælgott kvöld...þarna sjáiði bara hvað það borgar sig að sofa út, eða fara snemma að sofa!!

Matta

janúar 26, 2004
Helgin

"Skúra, skrúbba og bóna" voru kjörorð helgarinnar, því ég skrúbbaði íbúðina mína hátt og lágt á föstudaginn og fyrripart laugardags. Ég gerði hlé á skrúbbinu til að fara á listakynningu Röskvu sem var frábær í alla staði og bara gaman að því.
Glöggir lesendur taka líklega eftir því að ég blogga ekkert um leikinn á móti Ungverjum sem fram fór seinnipartinn á föstudag, en það er af ásettu ráði því að flestir vita líklega hvernig hann fór, meir að segja hin nýáhugalausa um handboltaásdís!
Þráinn gisti hjá mér og við spjölluðum fram á nótt í hálf hreinni íbúð. Á laugardaginn kláraði ég tiltektina og renndi svo austur til mömmu og pabba sem tóku vel á móti mér að vanda. Ég heimsótti afa tvisvar, fór í stórhættulega fjallgöngu með mömmu, þar sem við lentum í sjálfheldu, fór yfir próf eins og vindurinn og horfði svo á þann sorglegasta leik sem um getur með mömmu þar sem við skiptumst á að grúfa okkur undir teppi, æða fram, elda mat og á endanum litaði ég á henni augnhárin í skelfingu minni þar sem við klúðruðum enn einum leiknum.
HVAÐ Á ÉG, GRASEKKJAN ÞÁ AÐ GERA TIL AÐ STYTTA MÉR STUNDIR!!!

Knús Matta

janúar 23, 2004
Tár, vonbrigði og strigaskór

Mikið ofboðslega varð ég svekkt yfir leiknum í gær. Ég var í símasambandi við mömmu sem er skemmtilegasti samáhorfandinn sem maður getur haft yfir handboltaleikjum, hugsanlega fyrir utan Ásdísi mína :)
Ég kom mér fyrir í sófanum og fann hvernig spennan náði fram í fingurgóma og hlakkaði til að lifa mig inn í leikinn eins og undanfarin ár þegar "strákarnir okkar" eru annars vegar.
Leikurinn byrjaði vel, ekkert mark fyrstu 3 mínúturnar og Íslendingarnir komu með fyrsta markið. Slovenar komu með mark á þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum og liðin voru frekar jöfn framanaf en þegar þau höfðu gert jafntefli 22-22, stungu Slovenar okkur af og héldu forystu út leikinn. (Þessi lýsing er fyrir Ásdísi, var búin að lofa að lýsa fyrir henni leikjunum á EM) Auminga Guðmundur Hrafnkells sem aðeins hafði óskað sér sigurs í 39 ára afmælisgjöf :(
Ég var svo svekkt að ég hefndi mín fyrir tapið með því að sofna í sófanum eftir leikinn.
Þegar ég vaknaði var Evan í Jóa milljónamæringi búinn að velja Zolu, sem ég hélt með og þau búin að fá milljón til að eyða saman í hamingju það sem eftir er ævinnar...amen.
Ég skreið upp í rúm og sofnaði þá þar til morguns.

Helgin verður ca svona: Fara yfir próf, búa til próf, fara yfir próf, taka til, fara yfir próf, kíkja austur til að fá mömmu til að hjálpa mér að fara yfir próf, öfunda Hlédísi að vera á Akureyri á snjóbretti, fara yfir próf, sofa, borða og hugsa alvarlega um það, af hverju ég ákvað að verða kennari :)

Ég hugsa mikið til ykkar bumbulínurnar mínar og stefni ótrauð á Kópavogsrúnt með Hésa áður en langt um líður, þrátt fyrir að síðasti Kópavogsrúnturinn hefði bara enst upp í Breiðholt og niður í bæ.

Knús
Matta

janúar 22, 2004
Hæ hó!!
Jú, er á lífi. Hef hreinlega gleymt blogginu, er að komast inn í tölvumenninguna á ný. Sit nú heima alla daga að reyna að vinna úr mælingunum mínum. Ætla að reyna komast eins langt og ég get þar til krói lætur sjá sig. Þetta er hættulega þægilegt að vera svona heima alla daga og eitthvað sem ég hef ekki vanist. Er á fullu að reyna að narra fólk til mín í heimsókn. Bæ the way, á fullt af kökum og kræsingum ef einhver vill kíkja í kaffi. Siggi Bjarni (litli bróðir) átti afmæli í gær og fékk bílprófið. Nú rúntar hann um allan bæ á bílnum sínum, held ég sjái hann fyrst aldrei núna. Hann er alltaf úti. Við bambi höfum það mjög gott. Fór í skoðun fyrir viku síðan er búin að þyngjast um 11 kg og bumban fer stækkandi. Annars fór ljósmóðirin að hlæja þegar ég lagðist út af því hún sá hvernig barnið lá, þurft ekkert að þreifa. Það liggur mjög framalega og guð má vita að ég finn fyrir öllum litlum hreyfingum. Þetta er karatekid. Er enn að reyna að draga fólk með mér á djammið, stend fyrir vísindaferð á morgun í Bata þar sem ég var að vinna fyrir jól og verð svo með partý á eftir. Well þær sem eru enn á skerinu verið velkomnar í kaffi hvenær sem er, verð mjög ánægð að sjá ykkur ef þið gefið ykkur tíma. Munið fullt af kræsingum til fyrir utan hvað við bambi erum ótrúlega skemmtileg he he. Heyrumst síðar og vonandi í saumó sem fyrst
Luv Hildur


P.s. Ásdís sá að þú varst inni á msn um daginn og ég skrifaði og skrifaði til þín og fékk ekkert svar.....fór að gráta úr spælingi. Er einhver annar að nota msn ið þitt?

janúar 21, 2004
Saumó

Ég er alltaf til í að halda saumó, segið bara til og ég bregst við eins og antílópa!
Mandla

Hvað er málið með athugasemdakerfið, bara allt dautt!!!

Sælar

Góðan daginn Ömmur (og aðrir lesendur) nær og fjær. Hvenær eigum við að hafa næsta saumaklúbb? Hver átti að vera með hann? Matta, varst það þú?

Luv, Una

janúar 20, 2004
Hei!!! Hvað varð um alla bloggarana hér á síðunni???

Matta

janúar 19, 2004
Helgin!

Föstudagur
Já þetta var ágætis helgi. Á föstudaginn fékk ég minn hjartkæra bróður í heimsókn, en sá hann þó mest lítið. Við Arndís fórum í búðir og kipptum svo Vilborgu með okkur til að horfa á Idolið á Hard Rock. Við héldum að við værum heppnar að fá borð en svo kom í ljós að starfsmönnunum fannst ekkert atriði að hljóðið fylgdi með myndinni og það tók þá hálfa útsendinguna að koma helv.... hljóðinu á!
Þegar það gekk var þetta náttúrulega alveg frábært, ekki síst fyrir þær sakið að Kalli sigraði svona glæsilega. Við fórum frá Hard Rock niður á Skólavörðustíg á kagganum mínum sem flaug yfir skaflana sem óðum voru að hlaðast upp...meir að segja inni í bílageymslunni í Kringlunni. Á Skólavörðustígnum var Alma ofurbomba í rokna stuði ásamt fleirum Rösk(v)um ungmennum! Ég gerði heiðarlega tilraun til að sækja Unu og félaga upp í Grafarvog þar sem þau sátu föst en þegar ég var komin á Sæbrautina, höfðu þau fengið leigubíl og voru á leið niður í bæ. Þá fórum við á Hverfisbarinn þar sem ég hitti marga góða og svo lá leið mín í knús á Ölstofuna og svo heim. Þegar ég var að komast á leiðarenda, festi ég kaggann og hélt nú að mér væri allri lokið því klukkan var fjögur, en Gummi og Lísa voru þá föst fyrir framan mig og Þráinn vakandi svo að við fórum í bílalosunarleik og kjöftuðum svo fram undir morgun.

Laugardagur
Á laugardeginum fór ég í gjafaleiðangur til að kaupa gítar fyrir Hlésí mína í afmælisgjöf. Svo var ég lengi með Arndísi og Vilborgu að borða og kjafta á Vegamótum og svo heim í snyrtingu fyrir kvöldið. Afmælið hjá Hlédísi var stórskemmtilegt. Þar fórum við í þrælgóðan drykkjuleik sem var svo sannarlega ekki leikinn í síðasta skiptið þetta kvöld. Svo fórum við Arndís í afmælið í Stjörnuheimilinu til Þórhildar stórglæsilegu, Evu og Möggu hans Fannars. Þar var margt um manninn og þvííílík stemning. Gítarar, dans a la Jón Atli skífuþeytir, og mas við alla sem ég hef ekki séð eða hef séð undanfarin 10 ár.
Þetta var bara skemmtilegt!!!
Frá Garðarbæ fórum við Titti, Karó og Fabio á Þjóðleikhúskjallarann til að hitta Hésann okkar, Þóri og fleiri. Það er alveg í þriðja skiptið sem ég fer á sam(kynhneigðasam)komu til að hitta vinahjón mín á fáeinum vikum. Þarna var mikið stuð og gleði en við þurftum frá að hverfa þegar Titti hafði verið klipinn í rassinn fjórum sinnum á karlaklósettinu og tákn hjónabandsins á baugfingrinum hafði enga merkingu fyrir vonbiðla hans!!! :)
Við skelltum okkur á Hverfisbarinn þar sem við hittum hóp af afmælisgestum ásamt fleirum og dönsuðum þar innan um ljósastrípugæjana og brjóstastelpurnar.
Eftir það fórum við á Sólon til að hitta Hlédísi og co og þar dönsuðum við þangaði til ljósin voru kveikt og okkur var ýtt dansandi út. Við Alma og e-h gæi dönsuðum niður Laugarveginn þar sem samstarfsfélagar Arndísar skutluðu okkur heim til mín. Alma fór til síns heima stuttu seinna, enda komið fram á morgun og hún komin með höfuðverk.

Sunnudagur
Við Hlédís fórum í sund þegar við vöknuðum og þaðan í mötuneytið mitt á Vegamótum. Þar skelltum við í okkur salati og köku...sem var alveg köku of mikið. Þaðan til Héðins ölstofuverta þar sem við skiptumst á slúðri og bröndurum og svo drifum við okkur heim til mín þar sem Arndís hafði sofið út, því að hún var á leið í vinnu um kvöldið. Við horfðum á Friends fram á nótt en svo tók raunveruleikinn við í morgun :(

=frábær helgi

Matta

janúar 16, 2004
Takk Heiða mín...

...fyrir hughreystinguna. Það er gott að eiga góða að þegar á reynir. Við Héðinn og Hildur stefnum fljótlega á Kjarrhólmann ef það passar ykkur, við erum svo spennt að sjá kúluna og nýju íbúðina.
Ég hélt að ég myndi deyja í gær! Ég er búin að vera kvefuð með hálsbólgu, en ekkert alvarlegt. Svo fór ég í vinnuna í gær og þegar ég kom heim aftur, sofnaði ég í sófanum (ekkert óeðlilegt við það...hins vegar er óeðlilegt að finnast girnilegra að borða kaldar brauðstangir og ná að horfa á Leiðarljós, en að borða eitthvað nýtt og betra en missa þá af Leiðarljósi...!). Þegar ég vaknaði, 2 1/2 tíma eftir að ég ætlaði að vakna, var ég með eyrnabólgu dauðans! Ég hafði ætlað til Júlíu og hlakkaði til að hitta elskuna mína, en nú hélt ég að ég væri að deyja. Þegar ég var búin að þjást í hljóði í klst. hringdi ég grátandi í Júlíu þar sem ég hélt að þetta væri mitt síðasta. Þetta var verra en að fæða broddgölt með hamrinum, steðjanu og ístaðinu..úfff. Eftir að hafa uppgötvað að ég á engar verkjatöflur, hitapoka eða hitamæli, fór ég í apótekið og fjárfesti í slíku. Ég hélt þá virkilega að raunum mínum væri lokið, en því var nú ekki að heilsa. Játning hins sigraða lá nú fyrir og ég skundaði hágrátandi með sprungna hljóðhimnu á læknavaktina þar sem ég fékk sýklalyf (þar fór drykkja helgarinnar fyrir lítið, kannski var þetta bara leið Bakkusar til að grípa í taumana). Ég fékk vorkunnaraugnaráð frá afgreiðslustelpunni þegar ég spurði hana hvíslandi milli ekkasoganna hvora gelluna Jói (Evan) milljónamæringur hefði valið í samnefndum þætti. Sumum er ekki viðbjargandi!
En núna er ég skárri en þó óska ég ekki mínum verstu óvinum (sem sagt öllum 12 ára börnum í Rvk...;) að lenda í þessu.
Knús
Matta

-Ég hélt að Þórhildur væri elsta eyrnabarn á Íslandi (þegar hún fékk rörin) en kannski næ ég að slá hana út!

SÆlar!

Matta mín, aumingja Matta mín. Ég fékk nú bara kökk í hálsinn við að lesa bréfið frá þér. Ein og yfirgefin.... ég er að spá í að ættleiða þig bara. Við erum komin með einn fósturson (eins og þið kannnski vitið) Fabio komin til landsins til að vera og okkur munar ekkert um að fá eitt fósturbarn í viðbót, komdu bara. Ég er líka alltaf til í að koma til þín og hlusta á raunarsögur og brandara dagsins eða að þú komir til okkar í Kjarrhólmann, ÁVALLT velkomin!!!

Skutlurnar eiga eftir að njóta sín útí ystu æsar, mikið hefði verið gaman að skella sér með þeim, vá! ég væri SKO til í það. Söknum þeirra mikið en ég DAUÐöfunda þær líka.

Allt í gúddí hjá okkur annars, Fabio komin og æði gott að vera búin að fá hann. Erum svona að verða búin að koma okkur fyrir, nánast. Vantar alltaf hitt og þetta til að geta tekið uppúr restinni af kössunum en hlutirnir verða víst að bíða núna þangað til við erum búin að borga út restina af útborguninni FUN! Oj hvað er leiðinlegt svona endalaust peningaplokk!

Bumban vex og vex, veit eiginlega ekki hvar þetta endar... en nú fer að síga á seinni hlutann og maður er nú orðin ANSi þungur á sér eitthvað.... Sinadrættir, brjóstsviði og verkir í mjöðmum koma manni skemmtilega á óvart af og til, ÆÐI að rjúka upp með sinadrátt á næturnar...... ;o( djö... er þetta vont!!

Velkomnar í heimsókn hvenær sem er í Kjarrhólmann.
Hvenær og hvar er svo næsti saumó?

Heiða breiða-breiðari-breiðust

janúar 14, 2004
Grasekkjan spírar í sófanum!

Jæja dömur mínar og herrar, nú er maður bara orðin grasekkja næstu 4 1/2 mánuði og ég veit hreint ekkert hvað ég á að gera af mér. Ásdís og Helga voru hérna aðfaranótt þriðjudagsins þegar þær fóru til London, til hans Haffa. Þær voru nokkuð spenntar enda útspekúlerað og langþráð ferðalag fyrir höndum. Við sátum hérna nokkrar fram á nótt, nörtuðum í osta og drukkum rauðvín á meðan við veltum ferðalaginu fyrir okkur á alla kanta með tilheyrandi köngulóarátsmani o.þ.h. Svo vöknuðum við kl 5 því að ferðalagið var hafið. Ég, sem fæ að hafa Helgu hjá mér í allt sumar og hef fengið að hafa Ásdísi hjá mér flestallar helgar síðan ég flutti, skreið á fætur, fann eitthvað handa þeim að borða og veifaði þeim svo alveg þar til bíllinn sem flutti þær á völlinn hvarf í vonskuveðrið sem gekk yfir nánast allt landið og sér ekki ennþá fyrirún endann á!! Þetta var skrítið, mér leið eins og litlu barni sem sá á eftir mömmum sínum þegar aðlögunin var búinn á leikskólanum og raunveruleikinn, án mömmu, var tekinn við. Ég sakna þeirra strax og þarf líklega að venja mig á að hringja í vinalínuna til að segja frá e-h fyndnu sem ég heyrði í skólanum, draumi sem mig dreymdi, fólki sem ég sá detta, eða skondnum sms sem ég hef fengið...eða bara upplifunum eins og þegar Sidney og Voghn kysstust loksins í Alias...! Hver tekur að sér að heyra um svona tilgangslaust þvaður þegar konurnar mínar eru farnar?!?
Ég er aðeins búin að heyra frá þeim eftir að þær komu til London þegar þær reyndu að telja mér trú um að þær væru búnar með sinn hluta veðmálsins (þær sem voru á mánud.kv. vita hvað það er)! En nú er Þórhildur hjá þeim og ætlaði líka að gista hjá Haffa í nótt skilst mér. Annars er það Bangkok hjá þeim á morgun.
Ég er ennþá lasin, fékk andstyggðar kvef og hálsbólgu og spíraði því í sófanum í gær. Fór að hugsa um það upp úr þurru hvað ég væri tilbreytingalítið efni í raunveruleikaþátt, því þegar ég er hér heima, ligg ég uppi í sófa og horfi á sjónvarpið eða í rúminu og les.
Jæja, best að fara að gera eitthvað, t.d. lesa loksins bókina sem ég er að kenna 8. bekk, landafræði fyrir unglinga 1. Ég gæti alveg verið sleipari í landafræði en ég er...gæti kannski bent á Færeyjar á korti, ekki mikið meir!!!
Við skulum ekki láta líða langt í næsta saumó!
Knús og kossar

Grasthea mattekkja

janúar 07, 2004
Það styttist........
Helga

janúar 06, 2004
Ég held ég hafi verið að taka inn eitur....eitrið er malaríulyf. Listinn yfir aukaverkanirnar virkar ekki beinlínis hvetjandi en þær eru margar og hver annarri hræðilegri. Árásargirni, martraðir, þunglyndi, ofskynjanir og ótti plús ótalmargir líkamlegir kvillar....spennandi. Svo er ég líka lasarus og hálfræfilsleg þessa stundina. Stífluð með stöðugt nefrennsli og hellu fyrir eyrunum....bjarta hliðin er hinsvegar sú að bragðskynið er enn í lagi þannig að ég get nartað í konfekt og sörur að vild ;) Og og og, í dag er aðeins vika í ferð. Raunar, nákvæmlega eftir viku verðum við Helga komnar til London!! Þórhildur ætlar að koma og hitta okkur og það verður frábært, hlakka mikið til að sjá þig skvís :) Ferðaundirbúningur gengur annars ágætlega, mér finnst ég reyndar eiga eftir að gera skrilljón hluti en þannig er það nú bara, alltaf á síðustu stundu....

Kvefdís þó með átívafi

Sælar
Við Ásdís erum komnar með bloggsíðu: www.asiureisa.blogspot.com
Við eigum eftir að setja inn kommentakerfið, við kunnum það nefnilega ekki, ef einhver kann má hann endilega kenna okkur það. Ásdís kom til mín í dag og við vorum að skoða ferðabækurnar okkar og dást af Tælandi. Við erum jafnvel að hugsa að lengja dvöl okkar þar í 6 vikur, eða jafnvel lengur. Stefnum að því að byrja í suður Tælandi þar sem við munum hitta tælandi stráka ;). Svo ætlum við á hinn endann á Tælandi eða Norður Tæland og svo verður ferðinni heitið út í buskann. Planið er ekki komið lengra en til Tælands.
Þið getið alveg kíkt inn á hina bloggsíðuna okkar en þar er svo sem ekki mikið að finna ennþá.
bíb
Helga

Heilar og sælar!

Já ég hef ekki verið manna duglegust að Blogga yfir hátíðirnar, viðurkenni það en Gleðilegt ár allar saman ;o) Takk fyrir allt gamalt og gott. Ég vona að allir hafi fengið jólakortið frá okkur skötuhjúunum á endanum en við sendum þau út á misjöfnum tíma. ÚFf þetta var enginn smá fljöldi, örugglega um 150 jólakort og eiginlega nóg annað að gera hjá okkur þá dagana heldur en að sitja og skrifa.. allavega, vona að við höfum ekki gleymt neinum.

Við náðum loksins að koma öllu draslinu yfir í Kjarrhólmann og skila Reynihvammi þannig að það er yfirstaðið en svo skelltum við bara í lás á draslið og fórum heim á Laugarvatn yfir hátíðirnar. Ég fékk frí í vinnunni og Tittti líka þannig að þetta var langt og gott frí, langþráð. Soldið skrítið að hugsa til þess að svo eigi maður bara eftir að vinna janúar, febrúar og eitthvað af mars mánuði, vonandi, ef þetta fer allt saman vel eða eins og það á að fara.

Við tútnuðum auðvitað út á jólasteikinni... úff ekkert smá gott að borða svona mikið og ég hafði ENDALAUSA matarlyst, ferlegt alveg. Ef ég hefði ekki haldið aðeins í við mig þá hefði ég örugglega ekkert komist í bæinn aftur... Svo fékk Heiða grýlukertaæði og sást til hennar í skjóli nætur undir húsveggjum hjá fólki að naga af þakskeggjunum... Núna í borginni bjarga ég mér á klaka úr frystinum í vatni sem ég bryð svo heilu kvöldin, Titti til mikillar gremju.. (hann telur mig FREKAR skrýtna..)

Núna erum við sem sagt komin í borgina, í draslið eftir dásamlegt frí og erum að vinna í því að koma okkur fyrir.

Hvernig var það náðuð þið eitthvað að hittast þarna í jólafríinu eins og til stóð?? herf ekkert heyrt af því.

1000 kossar
Heiða breiða

Heilar og sælar!

Já ég hef ekki verið manna duglegust að Blogga yfir hátíðirnar, viðurkenni það en Gleðilegt ár allar saman ;o) Takk fyrir allt gamalt og gott. Ég vona að allir hafi fengið jólakortið frá okkur skötuhjúunum á endanum en við sendum þau út á misjöfnum tíma. ÚFf þetta var enginn smá fljöldi, örugglega um 150 jólakort og eiginlega nóg annað að gera hjá okkur þá dagana heldur en að sitja og skrifa.. allavega, vona að við höfum ekki gleymt neinum.

Við náðum loksins að koma öllu draslinu yfir í Kjarrhólmann og skila Reynihvammi þannig að það er yfirstaðið en svo skelltum við bara í lás á draslið og fórum heim á Laugarvatn yfir hátíðirnar. Ég fékk frí í vinnunni og Tittti líka þannig að þetta var langt og gott frí, langþráð. Soldið skrítið að hugsa til þess að svo eigi maður bara eftir að vinna janúar, febrúar og eitthvað af mars mánuði, vonandi, ef þetta fer allt saman vel eða eins og það á að fara.

Við tútnuðum auðvitað út á jólasteikinni... úff ekkert smá gott að borða svona mikið og ég hafði ENDALAUSA matarlyst, ferlegt alveg. Ef ég hefði ekki haldið aðeins í við mig þá hefði ég örugglega ekkert komist í bæinn aftur... Svo fékk Heiða grýlukertaæði og sást til hennar í skjóli nætur undir húsveggjum hjá fólki að naga af þakskeggjunum... Núna í borginni bjarga ég mér á klaka úr frystinum í vatni sem ég bryð svo heilu kvöldin, Titti til mikillar gremju.. (hann telur mig FREKAR skrýtna..)

Núna erum við sem sagt komin í borgina, í draslið eftir dásamlegt frí og erum að vinna í því að koma okkur fyrir.

Hvernig var það náðuð þið eitthvað að hittast þarna í jólafríinu eins og til stóð?? herf ekkert heyrt af því.

1000 kossar
Heiða breiða

janúar 05, 2004
Aftur til raunveruleikans...

Hæ allar saman.
Ég er komin aftur til vinnu eftir mjög svo letilegt jólafrí. Það er óhætt að segja að ég hafi notað videóið sem ég fékk í jólagjöf, alveg fyrir árið. Það komu dagar þar sem við frænkurnar +/- aðrir stóðum ekki upp frá videóglápi dögum saman. Við horfðum meir að segja á flugeldasýningu dauðans frá svölunum mínum, vafðar inn í sængur í staðinn fyrir að koma okkur vel fyrir í Öskjuhlíðinni eins og aðrir íslendingar.
Við hjónin og Arndís fórum á LOTR í gær, sem varð til þess að ég var andvaka í nótt af ótta við að eitthvað myndi henda Fróða hringbera og flogaði reglulega upp úr rúminu í takt við rakettuhvellina í hverfinu mínu. Ég vorkenndi mér aðeins að þurfa að koma mér upp úr hlýju og sótthreinsuðu (eftir árámótahreingerninguna) :/ rúmi í morgun (er búin að skipta um teygjulak í svefnherbergisglugganum, svart í staðinn fyrir bleikt), sem gerir það að verkum að nú er alltaf nótt í Möttuholu. Svo þegar leið á daginn fór mér að líða bara ágætlega að vera komin aftur í rútínuna og hlakka til að sjá villingana mína á morgun.
Er núna að reyna að koma skipulagi á ljósritaðar hrúgur hér og þar um kennslustofuna og því ætla ég að hætta bulli í bili.
Knús
Matta

janúar 04, 2004
Ég er búin að komast að því að við erum glötuðustu bloggarar fyrr og síðar! Þeir sem eru einir með blogg eru margfallt duglegri að blogga en við sem erum hva..... 10 með eina litla bloggsíðu skamm skamm.
Ég var víst búin að óska öllum gleðilegs nýs árs. Ég gleymdi aftur á móti að segja frá áramótapartýinu hinu ÓGURLEGA hjá skemmtanadýrinu henni Möttu. Ætlaði reyndar að láta Möttu um að segja frá því þar sem hún er miklu betri í að segja frá en ég. Í stuttu máli þá byrjaði partýið mjög rólega og endaði MJÖG órólega..... Einn meig út um gluggann hennar Möttu, annar eyðilagði handfrjálsa heimilissímann hennar sá þriðji "sofnaði" undir rúminu hennar í lopapeysunni hennar Æsu með úrið hennar Möttu sá fjórði móðgaði flesta sem í partýinu voru. Svo til að toppa allt saman þá kviknaði í sófanum hennar Möttu og tveimur jökkum sem tveir huggulegir og ungir drengir áttu. Partyið stóð til að verða 9 en sú sem þetta skrifar ásamt verðandi ferðafélaga fengu gistingu hjá Gumma og Lísu í næsta stigagangi kl. 7, takk takk takk fyrir gistinguna. Þetta var þrátt fyrir allt mjög skemmtilegt party, a.m.k. skemmti ég mér mjög vel :)
verð að fara
bæ í bili
Helga

janúar 02, 2004
Gleðilegt nýtt ár allar saman
Til að róa taugar vina og vandamanna þá erum við Ásdís byrjaðar að plana Asíureisuna okkar sem hefst eftir tæpar 2 vikur. Komnar með ágætis hótel í Bangkok og liggjum yfir ferðabókunum okkar. Áður en þið vitið af verður þessi ferð plönuð frá A-Ö.
Vona að þið hafið haft það gott yfir jólin. Ég hafði það a.m.k. alveg rosalega náðugt. Borðaði mikið og vogaði mér nokkrum sinnum á vigtina........ líkaminn er sem betur fer að ná fyrri þyngd eftir svínahamborgarahrygginn, hangikjötið og smákökurnar.
bæ í bili
H